fimmtudagur, 4. september 2003

Það er mjög mikilvægur leikur hjá íslenska landsliðinu á laugardaginn, stórleikur á móti Þýskalandi. Þetta verður erfiður leikur því Þjóðverjar eru náttúrulega miklu betri en við í fótbolta og ættu því að sjálfsögðu að geta tekið þennan leik með vinstri og í krumma. En eitt af því skemmtilega við fótboltann er að allir geta unnið alla og nánast allt getur gerst. Ef spáð er í úrslit leiksins út frá styrkleika liðanna á pappírunum ættu Þjóðverjar að vinna leikinn örugglega, ef íslenska landsliðið á toppleik þá er góður möguleiki á jafntefli og sannkölluð óskhyggja byggð á nær engum haldbærum rökum segir mér að Ísland vinni leikinn með minnstum mun.

Sem sagt að ég spái því að íslenska liðið eigi eftir að eiga toppleik og leikurinn fari jafntefli, 1-1.

Er þetta óskhyggja eða bara nokkuð raunhæft?

Engin ummæli: