föstudagur, 5. september 2003

Íslendingar eru snillingar, við erum að leggja heiminn að fótum okkar....að minnsta kosti miðað við hina frægu höfðatölu. Hér á eftir verður gert grein fyrir þeim íslendingum sem hafa verið að slá í gegn í hinum stóra heimi í liðinni viku. Hér fyrir neðan verður aðeins stiklað á stóru því eins ogi áður sagði erum við íslendingar SNILLINGAR:

1. Dagur Kári Pétursson og Tómas Lemarquis hafa verið tilnefndir til Evrópskukvikmyndaverðlaunanna fyrir fyrir kvikmyndina Nóa Albinóa árið 2003, annars vegar var Dagur Kári tilnefndur sem besti leikstjórinn og hins vegar Tómas Lemarquis sem besti leikari í aðalhlutverki.

2. Jón Arnór Stefánsson skrifaði undir fimm ára samning við NBA-liðið Dallas Mavericks og fetar þar með í fótspor Péturs Guðmundssonar, sem spilaði með Los Angeles Lakers á sínum tíma. Stórkostlegur árangur hjá þessum 22 ára körfuboltamanni.

3. Magnús Scheving hefur gert samning við bandaríska sjónvarpsrisann, Viacom, sem á m.a. CBS-sjónvarpstöðina, Paramount Pictures, MTV, Blockbuster-vídeóleigurnar og barnasjónvarpsstöðina Nickeloeon. Samið var um sýningarréttinn á Latabæ til næstu sjö ára en þess má geta að barnasjónvarpsstöðin Nickelooeon nær til meira en 86 milljón heimila í Bandaríkjunum.

Þetta er stórkostlegur árangur íslendinga í útlöndum og óska ég þeim hér með til hamingju.

Engin ummæli: