Afmælisbarn dagsins
Kúrbíturinn óskar Kristínu Guðjónsdóttur, öðru nafni Tína Töff, til hamingju með 26 ára afmælið í dag.
Dagbók Kúbítsins........miðvikudagurinn 5. nóvember
Í gær voru nákvæmlega tveir mánuðir þangað til Kúrbíturinn og hans kvinna verða komin til Ítalíu. Kúrbíturinn hélt upp á það með því að klára litlu ítölsku bókina sem hann hefur verið að lesa og endaði hún bara nokkuð vel. Eftir það var stefnan tekin á myndbandaleiguna til þess að taka sér einn mynddisk, skilyrðið var það að hún væri með ítölsku tali.....svona til þess að einhvað gagn yrði af þessu. Eftir mikla leit fann Kúrbíturinn Ocean Eleven, með Pitt, Clooney, Damon, Roberts og Garcia. Ítalski framburður þessara stórleikara var með miklum ágætum og mætti halda að þeir hefðu farið á einhver námskeið. Kúrbíturinn eyddi sem kvöldinu í viðleitni sinni til þess að taka framförum í ítölskunni.
Kúrbíturinn horfir meira...............
Eftir að Kúrbíturinn hætti að leika knattspyrnu hefur hann tekið eftir því að hann horfir meira á knattspyrnu en hann gerði, Kúrbíturinn finnur einfaldlega fyrir mun meiri þörf til þess að horfa en áður. Ekki það að Kúrbíturinn sé dottinn í enska boltann, þeir vita sem þekkja Kúrbítinn að hann er ekkert mjög hrifinn af enska boltanum. Hefur meiri ánægju að horfa á lið frá Spáni, Ítalíu og Frakklandi, Kúrbíturinn reynir því að sjá þá leiki sem sýndir eru með liðum frá þessum löndum. Kúrbíturinn reynir að horfa á Meistaradeildina þegar ekki er verið endalaust að sýna frá bresku liðunum, hann horfir á ítalska boltann á sunnudagskvöldum og reynir stundum að horfa á spænska boltann á laugardögum. Þetta gerir samtals 1-4 leiki á viku, þannig að í fótboltagláp fer að meðaltali 2-8 klst. á viku hjá Kúrbítnum.
Er Kúrbíturinn alvöru sófafótboltabulla eða bara áhugamaður og fúskari á þessu sviði?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli