föstudagur, 7. nóvember 2003

Gleðilega helgi......
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum gleðilegrar helgar og farsældar í viku komandi.

Dagbók Kúrbítsins........fimmtudagurinn 6. nóvember
Kúrbíturinn skemmti sér vel í gær......hann fór á hálfgert fimmtudagsfyllerí. Þetta var stund gleði, kærleika og hamingju hjá Kúrbítnum því Gylfi og Harpa komu heim frá Noregi í gær. Kúrbíturinn skellti sér á Hverfisbarinn ásamt Gylfa, Grími og Gumma Antons þar sem drukknir voru nokkrir bjórar og hlustað á Bítlana. Bítlarnir með Jóhannes í broddi fylkingar voru töluvert góðir og dillaði Kúrbíturinn sér við undurfagra tóna þeirra glaður í bragði. Þegar klukkan var orðin eitt labbaði Kúrbíturinn í hægðum sínum, svona eins og Clint Eastwood í Dirty Harry, upp á Vegamót þar sem Kúrbíturinn hitti hina undurfögru kvinnu sína. Þar var hún í fögrum félagsskap vinkvenna sinna sem voru búnar að skipuleggja eftirpartý heima hjá Siggu. Kúrbíturinn var að sjálfsögðu til í það, skemmti sér vel til klukkan hálf fjögur og hélt svo heim á leið. Þetta var sem sagt gott kvöld hjá Kúrbítnum, hann skemmti sér vel og var þetta að öllu leyti góð upphitun inn í helgina.

Afmælisbarn dagsins
Kúrbíturinn óskar Guðmundi Antoni Helgasyni til hamingju með 26 ára afmælið í dag. Kúrbíturinn er glaður í hjarta sínu fyrir að hafa verið með afmælisbarninu í gær á miðnætti og gat óskað honum til hamingju með daginn.

Hrós dagsins
Hrós dagsins í dag fá liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rós fyrir að hafa unnið MTV Europe Music Awards fyrir besta myndbandið.

Kúrbíturinn.....með fréttir frá Ítalíu
Rannsókn ítölsku lögreglunnar á barnaklámhring hefur leitt Íslending í gildru og bíður hann nú ákæru vegna málsins. Barnaklámsíða sem Íslendingurinn ásamt fjölda annarra manna heimsótti var gildra og gekk Íslendingurinn beint í hana. Hægt er að lesa fréttina í heild sinni með því að smella hér.

Engin ummæli: