Hér á eftir mun Kúrbíturinn stikla á stóru um atburði helgarinnar sem var í alla staði stórkostleg.
Föstudagurinn 7.nóvember
Kúrbíturinn fór á stórkostlegt BVT strákakvöld hjá Gumma Óla sem heppnaðist í alla staði mjög vel en samkvæmt reglum BVT segir Kúrbíturinn ekki meira af því sem gerðist þar.
Laugardagurinn 8. nóvember
Kúrbíturinn vaknaði um klukkan hálftólf, fór í föt og kveikti á kaffivélinni. Síðan var farið í morgunverkin sem eru að lesa Fréttablaðið og Moggann með tvöfaldan espresso í annarri hendinni en hin hendin er notuð til þess að halda hausnum uppi. Eftir tvö tvöfalda espresso var farið úr eldhúsinu inn í stofu og horft á enska boltann. Þegar leiknum lauk tók Kúrbíturinn sig taki, keyrði upp í World Class og hjólaði í 45 mínútur. Kúrbíturinn má aðeins hjóla út af aðgerðinni...honum til mikillar mæðu. Kúrbítnum finnst mjög leiðinlegt að hjóla og var því mjög stoltur af sjálfum sér þegar þessar löngu 45 mínútur voru að baki. Þegar komið var heim var komið að því hjá Kúrbítnum að fara í sparigallann, raka sig og greiða. Um klukkan hálfsex var Kúrbíturinn mættur niður í verslunina Íþrótt þar sem haldinn var kokkteill fyrir sjálfa uppskeruhátíð Fylkis. Síðan var farið í miklar matar- og drykkjarveislu upp í Fylkishöll og skemmti Kúrbíturinn sér rosalega vel ásamt sinni kvinnu. Herbert Guðmundsson var í einu orði sagt stórkostlegur, átti gjörsamlega salinn og var stjarna kvöldsins. Að lokum var stiginn dans að hætti Kúrbítsins til klukkan þrjú og fengu aðrir gestir að sjá einn taktlausasta dansara landsins.........reyna að gera sitt besta.
Sunnudagurinn 9. nóvember
Þetta var svona dæmigerður dagur eftir djamm hjá Kúrbítnum. Kúrbíturinn horfði á tvo fótboltaleiki, dottaði þess á milli og hafði það gott. Um kvöldið var Kúrbítnum og hans kvinnu boðið í pizzuveislu í Þingásinn, étið mikið og settur góður endapunktur á góða helgi.
Kúrbiturinn.......með fréttir frá Ítalíu
Það gerðist hræðilegur atburður á San Síró leikvanginum í Mílanó, á leik Inter Milan og Ancona. 55 ára karlmaður stökk fram af öðrum svölum leikvangsins en það eru samtals þrjár svalir á leikvanginum. Maðurinn lenti á malbikinu fyrir utan leikvanginn sem tekur 85.700 manns í sæti. Læknar reyndu að bjarga líf hans en án árangurs. Komið hefur fram hjá lögreglu að um sjálfsmorð hafi verið að ræða.


Engin ummæli:
Skrifa ummæli