Kúrbíturinn var að fá miklar gleðifréttir því Herbert Guðmundsson mun stíga á stokk og skemmta Fylkismönnum á uppskeruhátíð félagsins. Uppskeruhátíð félagsins verður haldinn í Fylkishöllinni næstkomandi laugardagskvöld og verður hún nánar auglýst síðar á heimasíðu Fylkis.



Getur verið að..............
Það er svo oft sem við verðum vitni af tveimur einstaklingum vera rökræða eitthvað út í hið óendanlega og eru rökræður þeirra meira í ætt við riflildi en vitibornar samræður. Þessir tveir einstaklingar hafa kannski ekkert gaman að samræðunum og græða ekkert á þeim. Aftur á móti eru þeir að eyða tíma hvors annars og gríðarlegri orku í riflildi sem þetta. En þeir hætta ekki og hvorugur þeirra vill bakka með sína skoðun vegna þess að þeir eru í þessu til þess að vinna. Þessar samræður eru ekki til þess að víkka sjóndeildarhringinn, fá nýja vinkla á málið og ekki eru þeir að ræða saman með það að leiðarljósi að það gæti verið eitthvað vit í því sem hinn aðilinn er að segja. Eina markmiðið er að koma hinum aðilanum yfir á sína eigin skoðun. Af hverju er fólk að reyna að koma öðrum yfir á sína skoðun, af hverju má hver og einn ekki vera með sína skoðun án þess að aðrir séu eitthvað að skipta sér af því? Er ekki tilgangur með rökræðum að velta upp öllum mögulegum hliðum og reyna að sjá sem flesta vinkla málunum. Oftast er það nú þannig.....en stundum ekki. Á maður ekki alltaf að hafa það að leiðarljósi að viðmælandi manns hafi eitthvað viturlegt fram að færa í stað þess að standa alltof fast á sinni skoðun og að hún sé alltaf 100% sú rétta.
Að sjálfsögðu hafa flestir skoðanir á ýmsum og stundum nánast öllum málum. Það besta við þetta allt saman er það að skoðanir okkar breytast,heimurinn breytist og allt í kringum okkur....sérstaklega á síðustu áratugum. Er því ekki spurning um það að hafa að sjálfsögðu sínar eigin skoðanir en vera opin fyrir skoðunum annarra og hugsa alltaf.....getur þetta verið rétt sem viðmælandinn minn er að segja að öllu leyti eða að hluta?
Kúrbíturinn.....með fréttir frá Ítalíu
Ítalíudeild kaþólsku góðgerðarsamtakanna Caritas hefur opnað sérstaka vinalínu fyrir viðskiptavini vændiskvenna. "Við erum að tala um þúsundir manna sem enginn hugsar um," sagði Don Giovanni Sandona er hann vakti athygli á þeim sálarkvölum sem hann sagði menn sem greiða fyrir kynlíf gjarnan líða.
"Þetta frumkvæði er liður í því að koma í veg fyrir vændi," sagði Antonio De Poli, fulltrúi hjá Caritas. Um sjötíu þúsund vændiskonur eru á Ítalíu, um helmingur þeirra ólöglegir innflytjendur frá fátækum ríkjum Afríku.
Þessi frétt birtist í Morgunblaðinu í gær, þriðjudaginn 4. nóvember
Dagbók Kúrbítsins.....þriðjudagurinn 4. nóvember
Kúrbíturinn ákvað í gærkvöldi að helga kvöldinu bolta, bjór og bulluskap, sem sagt í gær kíkti Kúrbíturinn á Players. Þar horfði Kúrbíturinn á The Battle og Britain, á milli Manchester United og Glasgow Rangers.. Eftir þann leik var farið heim og horft á leik Lazio-Chelsea, drukkinn meiri bjór og verið með meiri bulluskap. Þegar allur boltinn var búinn var klukkan orðin hálfeitt og kominn háttatími fyrir svona áhugamannaboltabullur eins og Kúrbítinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli