þriðjudagur, 4. nóvember 2003

Hrós dagsins
Hrós dagsins í dag fær ólafur Ingi Skúlason fyrir að hafa verið valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir æfingaleikinn á móti Mexíkó sem leikinn verður síðar í þesum mánuði. Þetta kom fram á heimasíðu knattspyrnufélagsins Fylkis í dag.

Kúrbíturinn óskar Ólafi Inga til hamingju með landsliðssætið.

Dagbók Kúrbítsins........mánudagurinn 3. nóvember
Kúrbíturinn hélt matarboð í gærkvöldi og bauð hann einungis einum gesti til kvöldverðsins....... sinni elskulegu kvinnu. Kúrbíturinn töfraði fram einn af sínum uppáhalds réttum, Spaggetti alla Carbonara með hvítlauksbrauði og öllu tilheyrandi. Þennan rétt hefur kúrbíturinn töfrað fram oftar en einu sinni og er því orðinn nokkuð sjóaður í gerð hans. Að mati Kúrbítsins og hans kvinnu tókst eldamennskan með ágætum og átu þau vel og lengi. Með matnum drukku þau æðislegt rauðvín sem heitir Tommassi Amarone della Valpolicella Classico og smakkaðist það stórkostlega vel. Þetta vín kostar kr. 2.940 í ÁTVR og er 15% að styrkleika, sem er náttúrulega ótrúlega góður styrkleiki. Áhrifastuðull þessa víns er 196 sem verður að teljast nokkuð hátt. Kúrbíturinn hefur sjaldan smakkað rauðvín sem er 15% að styrkleika og var það mjög góð upplifun. Eftir æðislegan mat og góðan espresso spiluðu Kúrbíturinn og hans kvinna hið skemmtilega spil.....Rommí og var nánast jaftn á öllum tölum. Kúrbíturinn er tregur til en lætur það samt fylgja með að hann tapaði þessari orustu með afarlitlum litlum mun.

Þetta var sem sagt frábært kvöld í yndislegum félagsskap og með góðum veitingum.....eitthvað sem maður ætti að gera á hverju kvöldi.

Engin ummæli: