Best of The Kúrbítur............
Kúrbíturinn á bráðum fjögurra mánaða afmæli og kominn tími til þess að líta yfir farinn veg. Til þess að minnast þessara tímamóta hefur Kúrbíturinn ákveðið að gefa út svona"Best og the Month" bækur, eina fyrir hvern mánuð. Það eru allir farnir að gefa út alls konar safndiska og ævisögur....hvers vegna ætti Kúrbíturinn ekki að feta í fótspor allra hinna. Þetta er ekki spurning um hvað Kúrbíturinn er gamall heldur hvað hann hefur afrekað á sínum stutta líftíma. Kúrbíturinn er því kannski á leiðinni í kapphlaup um hina gerræðislegu neyslu okkar íslendinga í desembermánuði ár hvert og trúir Kúrbíturinn því statt og stöðugt að bækurnar hans fjórar munu slá í gegn. Kúrbíturinn myndi svo sannarlega gera hvað sem er fyrir frægðina......jafnvel að koma nakinn fram. Þessi útgáfa mun sjálfsagt gera aðra rithöfunda hrædda um tilvist sína og skjóta þeim svo sannarlega skelk í bringu......en Kúrbíturinn er hvergi banginn.
Adáendur Kúrbítsins bíða nú örugglega spenntir eftir útgáfu þessara smellnu bóka Kúrbítsins og geta örugglega ekki beðið að fá eintak af fyrstu bókinni. Kúrbíturinn stefnir að útgáfu fyrstu bókarinnar á fyrsta sunnudeginum í aðventu og svo munu þær koma á hverjum sunnudeginum eftir það fram að jólum. Bækurnar verða gefnar út í mjög takmörkuðu upplagi.....fyrstir koma fyrstir fá. Hægt er að panta bókina með því að skrá nafn, heimilisfang o.s.frv. sem komment hér að neðan fyrir miðvikudaginn 5.nóvember 2003. Allur ágóði bókarinnar mun renna óskertur til smíðaklúbbsins BVT en þess má geta að bókin verður á sérstöku tilboðsverði í desember....einungis kr. 999.
Kúrbíturinn setur strik í reikning rithöfunda...........
Kúrbíturinn........með fréttir af ásökunum um spillingu
Forseti knattspyrnufélagsins A.S. Roma, Franco Sensi, hefur verið með ásakanir þess efnis að úrslitin í leik AC Milan og Juventus hafi verið fyrirfram ákveðin en leikurinn endaði 1-1. Hann sagði ennfremur að Juventus hafi alltaf fengið mjög góða meðferð hjá ítalska knattspyrnusambandinu og ávinningur Juventus hafi verið mikill það sem af er þessu keppnistímabili og á því síðasta. Talsmenn Juventus hafa neitað þessum ásökunum. Ítalska knattspyrnusambandið hefur kallað Franco Sensi á teppið til þess að láta hann rökstyðja þessar ásakanir. Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Franco Sensi hefur komið sér í vandræði með þessum hætti en hann hefur alltaf haldið því fram að knattspyrnuliðin á Norður Ítalíu hafi haft ýmis ávinning umfram önnur ítölsk knattspyrnulið.
Þess má geta að Kúrbíturinn sá þennan leik og sá ekkert athugavert sem gæti vakið grunsemdir um að úrslitin hafi verið fyrirfram ákveðin.
Libertas Brera F.C.........áttundi leikurinn í röð án taps
Það var sannkallað stórmeistarajafntefli þegar Libertas Brera F.C. gerði jafntefli við Gavirate Calcio, 1-1 á útivelli. Graviate Calcio komst yfir með marki snemma í leiknum en Libertas Brera F.C. náði að jafna í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá leikmönnum Libertas Brera F.C. og var liðið heppið að vera einungis einu marki undir í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun betri hjá liðinu og áttu þeir nokkur góð færi til þess að tryggja sér sigurinn á lokamínútum leiksins en allt kom fyrir ekki.
Árangur Libertas Brera F.C. er mun betri á útivelli en á heimavelli það sem af er tímabilinu. Libertas Brera F.C. hefur spilað 4 leiki á heimavelli, unnið 1 leik og gert 3 jafntefli. Aftur á móti hefur Libertas Brera F.C. spilað fimm leiki á útivelli, unnið 3 leiki, gert 1 jafntefli og tapað 1 leik. Heildarmarkatala liðsins er 14-7, þar af 4-3 í heimaleikjum liðsins en 10-4 á útivelli. Libertas Brera F.C. hefur skorað 2 mörk að meðaltali í hverjum leik á útivelli en aðeins 1 mark að meðaltali í hverjum heimavelli....sem sagt er árangur liðsins mun betri á útivelli en heimavelli....hvernig sem á málið er litið.
Libertas Brera F.C er í fimmta sæti með 16 stig en Caratese situr enn á toppnum með 22 stig. Hægt er að nálgast stöðuna í deildinni með því að smella hér. Um næstu helgi mætir Libertas Brera F.C. liði Sporting S.Donato og er það krafa á hendur leikmönnum Libertas Brera F.C. að þeir sigri í þeim leik og nái þremur stigum í hús.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli