fimmtudagur, 27. nóvember 2003

Dagbók Kúrbítsins......miðvikudaginn 26. nóvember
Kúrbíturinn kíkti á Players í gær með tveimur félögum sínum, þeim Kidda Tomm og Gumma Óla, og horfði á leik AC Milan og Ajax. Kúrbítnum finnst alltaf jafn gaman að kíkja á Players, fá sér nokkra bjóra og horfa á smá bolta. Á Players í gær fékk Kúrbíturinn sér þrjá stóra, leið vel í bumbunni og sáttur við sjálfan sig og aðra. Kúrbíturinn labbaði hamingjusamur út því AC Milan náði að vinna Ajaz, 0-1.......því eins og segir í laginu: Allt sem ítalskt finnst mér vera fallegt...lalalalalaaaaalalalalalaaa.

Afmælisprinsessa dagsins
Í dag er stór dagur fyrir Kúrbítinn því hans ektakvinna á afmæli í dag, 27. nóvember. Kúrbíturinn er hamingjusamur, snortinn og glaður á þessum degi.....enda ekki á hverjum degi sem kvinna Kúrbítsins á afmæli, reyndar á hún bara afmæli einu sinni á ári. Kúrbítnum finnst hann vera hamingjusamasti maður í heimi að eiga þessa yndislegu kvinnu og á hverjum degi uppgötvar hann eitthvað lítið atriði sem gerir það að verkum að hann elskar hana meira og meira.

Í tilefni af þessum tímamótum í lífi kvinnu Kúrbítsins skulum við öll syngja afmælissönginn henni til dýrðar:

Hún á afmælis í dag
Hún á afmælis í dag
Hún á afmælis, hún Fríðalis
Hún á afmælis í dag


Hip Hip Húrra Hip Hip Húrra Hip Hip Húrra

Í hverju er konan........
Konan er mætt til vinnu á nýjan leik og hún er að sjálfsögðu klædd í svartan ermalausan bol og bláar gallabuxur......þetta er ótrúlegt.

Engin ummæli: