miðvikudagur, 19. nóvember 2003

Dagbók Kúrbítsins.........þriðjudaginn 18. nóvember
Kúrbíturinn fór í World Class í gær, annan daginn í röð sem Kúrbíturinn heldur að sé met. Kúrbítnum finnst mjög gott að vera í World Class í Grafarvogi, góð stöð og allt svoleiðis en það er bara eitt vandamál.....sem er eiginlega ekki vandamál heldur yndislegur kostur. Það er ákveðin búð þarna við hliðina sem Kúrbíturinn freistast oft inn í og labbar í öllum tilfellum klyfjaður út..........þessi verslun heitir Vínbúð ÁTVR. Kúrbíturinn freistaðist í gær og keypti eina rauðvín með kvöldmatnum. Eftir skankaspriklið í World Classfór Kúrbíturinn heim, eldaði góðan mat með kvinnu sinni, drakk gott rauðvín og átti Kúrbíturinn virkilega gott kvöld enda var hann í mjög góðum félagsskap.

Kúrbíturinn var eitt sinn ungur og..............
Hér fyrir neðan er tölvupóstur sem Kúrbíturinn sendi valinkunnum aðdáendum sínum þann 25. janúar 2002 þegar hann bjó síðast í Mílanó. Svona hefur nú Kúrbíturinn breyst eða hvað:

Saelt veri folkid

Eg veit eg er algjor tolvunord.....en thetta er fyrsti posturinn sem eg
skrifa a thessu ari. Tad er nu ekki alveg nogu god frammistada en batnandi
manni er best ad lifa.

Nu er eg anaegdur tvi nu er kominn hiti og aedislegt vedur her i Milano en a
sama tima er kuldaboli buinn ad hertaka okkar yndislegu hofudborg Reykjavik.
Eg vil ekki ad ykkur vinum minum verdid kalt. Eg maeli tvi med ad tid buid
ykkur vel tvi eg vil heldur ekki ad tid verdid veik og lasaraleg.

I frettum er tetta helst:
Berlusconi fer hamforum og vill helst ad oll Italia geri nakvaemlega eins og
hann segir. Eg held ad hann vilji gera Italiu ad einraedisriki a nyjan leik.
En eg eins og adrir Italir elskum hann thratt fyrir allt.

Mengunin er a undanhaldi i borginni en astandid var skelfilegt a sidustu
dogum. Fyrsta rigningin sidan i november kom fyrir nokkrum dogum og var tad
svakalega naudsynlegt. Mer er bannad ad keyra vespuna mina nema eftir
klukkan 8 a kvoldin......skelfilegt.

AC Milan, litla felagid hans Berlusconi (ad visu orugglega skrifad a dottur
hans,eg aetti kannski ad reyna vid hana og redda mer tannig saeti i lidinu)
er ekki alveg ad gera rettu hlutina thessa dagana.

Eg hef heyrt tvi fleygt her i Milano ad Fylkisstorveldid se ad hafa sig a
flug a nyjan leik en thetta besta knattspyrnulid i heiminum er buid ad vera
i lettri leikjapasu ad undanfornu.

Thetta voru frettir dagsins. hugsid ykkur hvad eg lifi innantomu lifi her i
thessu landi pasta og litilla smedjulegra itala sem allir vilja likjast
Paolo Maldini (thetta kemur ad visu ur verstu att en hvad um tad). Domurnar
na kannski 152 cm, reykja fjora pakka a dag og snyta ser a 2 minutu
millibili. En tad er margt annad jakvaett vid thetta folk en adur en kem ad
tvi tha vil eg segja tad og munid tad: aldrei ad treysta Itala.
Eg vona bara svo sannarlega ad ykkur lidi vel, ad Dabbi kongur se ad gera
einhverjar rosir, ad Kari Stefans se enntha ad bjarga landinu, ad islenskar
domur seu ekki haettar ad fara nanast naktar a Astro og ad Fylkismenn seu
enntha tilbunir ad gera tad sama nema ad vid forum a Kofann.

Med kvedju fra milano og italiu allri.

Kjartan St.

Engin ummæli: