Fylkir tapaði í hörkuleik......
Fylkismenn töpuðu sínum fyrsta leik á nýhöfnu keppnistímabili, á móti Þrótti 3-4 eftir að staðan hefði verið 1-0 fyrir Fylki í hálfleik. Mörk Fylkis skoruðu þeir Ólafur Júlíusson, Theódór Óskarsson og Albert Ingason.
Sumt á ekki að breytast........
Þegar Kúrbíturinn var pínulítill dvergkúrbítur, fyrir svona 22 árum síðan, var það fyrsta sem minnti hann á jólin þegar bensínstöðin hjá Hraunbæ 102 setti upp jólatrén sín. Hver bensínstöð setti upp tvö jólatré með gulum og rauðum perum, annað þar sem maður keyrir inn á bensínstöðina og hitt þar sem maður keyrir út. Í dag er þetta allt saman breytt og bensínstöðvarnar búnar að taka upp nýtískulegra jólaskraut, t.d. ljósaseríur vafðar utan um fánastangir. Kúrbíturinn er ósáttur við þessa þróun, þetta var fastur liður í tilverunni og með þessum breytingum hafa bensínstöðvarnar brenglað öllum jólaundirbúningi hjá Kúrbítnum.
Dagbók Kúrbítsins......mánudaginn 17. nóvember
Kúrbíturinn vann til hálfsjö, rölti svo í World Class, hljóp í 30 mínútur og skrapp í Power Yoga tíma. Kvinna Kúrbítsins sótti svo Kúrbítinn, komu þau við á myndbandaleigunni á leiðinni heim og eins og venjulega þá sofnaði Kúrbíturinn þegar myndin var varla hálfnuð. Þessi dagur var kannki ekki sá tíðindamesti en þetta var þrátt fyrir það nokkuð góður dagur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli