fimmtudagur, 20. nóvember 2003

Hamingjuóskir dagsins
Kúrbíturinn við óska Lettum til hamingju með farseðilinn í úrslit Evrópukeppni landsliða sem haldin verður í Portúgal næsta sumar. Þeir gerðu jafntefli, 2-2, við Tyrkland í síðari leik þjóðanna í gær eftir að Lettar höfðu unnið fyrri leikinn, 1-0. Þetta er stórkostlegur árangur hjá Lettum því þeir eru einungis í 56. sæti heimslistans....þess má geta að Ísland er í 60. sæti þessa sama lista.

Dagbók Kúrbítsins......miðvikudagurinn 19. nóvember
Það markverðasta við daginn í gær var að Kúrbíturinn var boðinn til Biddu og Sigga í Þingásnum ásamt kvinnu sinni í eitt það flottasta matarboð sem haldið hefur verið. Tilefnið var það að Guðrún mágkona Kúrbítsins er á leið til Bandaríkjanna að safna sér flugtímum, sleikja sólina og vonandi að reyna að hafa góð áhrif hið brenglaða bandaríska þjóðfélag sem einn kennari Kúrbítsins úr Menntaskóla kallaði Vitleysingjastrandir. Þessi fyrrum kennari Kúrbítsins heitir Kristján Sigvaldason, kenndi Kúrbítnum sögu og er þetta einn mesti snillingur sem heiðrað hefur Kúrbítinn með nærveru sinni. En svo við snúum okkur aftur að matarboðinu sjálfu þá var boðið upp á alveg ótrúlega margt sem er á topp 20 lista Kúrbítsins yfir bestu hráefni til matargerðar, t.d. pestó, fetaostur, hráskinka, parmiggiano reggiano, sólþurrkaðir tómatar, gráðostur, spægipylsa, kjúklingur, furuhnetur, farfalle, penne, mygluostur, rucola, mozzarella, brauð, brie og nautakjöt. Með öllum þessum kræsingum var drukkið gott rauðvín í mjög góðum félagsskap. Kúrbíturinn óskar Guðrúnu mágkonu sinni góðrar ferðar, góðrar skemmtunar og hlakkar til að hitta hana í Mílanó næsta sumar.

Afmælisbarn dagsins
Kúrbíturinn óskar Bjögganum hjartanlega til hamingju með 29 ára afmælið í dag. Kúrbíturinn vonar að afmælisdagur Bjöggans verði hreint út sagt stórkostlegur.

Engin ummæli: