föstudagur, 21. nóvember 2003

Gleðilega helgi......
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, konum jafnt sem körlum gleðilegrar helgar og farsældar í viku komandi.

Nýr dagskrárliður á Kúrbítnum.......Í hverju er konan?
Út um gluggann hjá Kúrbítnum sér hann eina konu sem mætir á hverjum degi til vinnu sinnar í gallabuxum og svörtum ermalausum bol. Framvegis mun Kúrbíturinn upplýsa aðdáendur sína um allan heim á hverjum degi heim hvort hún mætir í gallabuxum og svörtum bol eða hvort hún flippi út, breyti til og mæti í einhverju öðru. Þessi nýi dagskrárliður mun heita Í hverju er konan? Í dag er hún að sjálfsögðu í gallabuxum og svörtum bol.

Beaujolais Nouveau komið í verslanir..............
Það var stór stund klukkan 12.01 þegar tappar voru dregnir úr fyrstu flöskunum af Beaujolais Nouveau en samkvæmt gamalli hefð má byrja að drekka þetta vín þriðja fimmtudag nóvember mánaðar ár hvert. Það komu 15.000 mánns saman á aðaltorginu í bænum Beaujeu í hjarta Beaujolais-hérað í Frakklandi til þess að smakka vín ársins 2003. Vínið er þroskaðar en oft áður og skýrist það af hagstæðum veðurskilyrðum að undanförnu. Vínið hefur meðalfyllingu með hindberja- og bananakeim. Vínið er 12,5% að styrkleika sem verður að teljast nokkuð gott af svona víni og kostar einungis kr. 1.090. Áhrifastuðull Kúrbítsins er 87,20 sem er náttúrulega alveg framúrskarandi. Kúrbíturinn bíður spenntur eftir því að smakka þetta vín og ætlar jafnvel að láta það eftir sér um helgina.

Afmælisbarn dagsins
Það er stór dagur í lífi Kúrbítsins í dag.......Ásta Garðarsdóttir, móðir Kúrbítsins, á afmæli. Kúrbíturinn er glaður í hjarta sínu, hann er hamingjusamur á þessum degi og óskar móður sinni svo sannarlega til hamingju með daginn.

Dagbók Kúrbítsins........fimmtudagurinn 20. nóvember
Kúrbíturinn var nokkuð duglegur í gær.......hann fór í World Class, borðaði æðislegt snarl og fór svo upp í hesthús að læra. Skankaspriklið í World Class gekk ágætlega og Kúrbíturinn sá stelpu sem var með breiðari upphandleggi en hann sjálfur........rosalegt. Síðan var fór Kúrbíturinn í hið æðislega snarl hjá kvinnu sinni og að lokum upp í hesthús að lærði eins og óður maður.

Viðskiptasiðir á Ítalíu
Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga ef farið er út í viðskipti við Ítali og ítölsk fyrirtæki. Þetta er tekið af vef Viðskiptaþjónustu utanríkisþjónustunnar og hægt að nálgast umfjöllunina með því að smella hér.
# Ítalir eru alla jafna móttækilegir fyrir nýjum hugmyndum. Ítalir stjórnast oft af tilfinningum sínum, því getur reynst mikilvægt í viðskiptum að viðskiptaaðilum þínum líki við þig og treysti þér.
# Rómversk-kaþólska kirkjan er mjög mikill áhrifavaldur í ítölsku samfélagi.
# Mikilvægt er að skiptast á nafnspjöldum á viðskiptafundum. Ákvarðanatökuferlið á Ítalíu er oft á tíðum mjög seinvirkt þar sem margt fólk kemur við sögu. Þó tekur höfuð fjölskyldunnar flestar ákvarðanir innan fjölskyldufyrirtækja. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir þessum gangi mála ef vel á til að takast.
# Ítalir setja oft á tíðum fram kröfur skyndilega til að koma samningsaðila úr jafnvægi. Þetta þarf ekki að þýða að samningaviðræðurnar gangi illa.
# Gestrisni er mjög mikilvægur þáttur í viðskiptum við Ítali. Sú gestrisni felur oftast í sér máltíð á veitingahúsi. Slíkum boðum er best að taka vel, en ekki hafna. Algengast er að ræða viðskipti yfir löngum hádegisverði en það getur orðið allt að þrír tímar. Oftast er aðeins litlum hópi boðið og þarf því að ráðfæra sig við ítalska viðskiptaaðila áður en boðið er til slíks málsverðar.
# Ávarpa ber alla með titli sínum, hvort sem það er í hversdagslegu tali, viðskiptafundum eða í bréfaskriftum.
# Ávallt ber að hafa í huga að röng hegðun getur hæglega orðið til þess að viðkomandi viðskiptaaðilar móðgist.
# Ítalir telja að vín eigi að drekka hægt og að það sé kostur að sýnast ekki vera undir áhrifum þess. Mikil eða hröð drykkja er litin hornauga. Ef aðstoðar þjóns er óskað ber að benda honum að koma með því vísa fingri niður á við.
# Ítalir vilja gjarnan benda með höndunum til að undirstrika það sem þeir eru að segja.

Engin ummæli: