Libertas Brera F.C........komnir á toppinn
Það voru mikil hátíðarhöld í Mílanóborg í gær þegar Libertas Brera F.C. komst á toppinn með sigri á Caratese, 2-0. Fyrir leikinn var Caratese í toppsæti deildarinnar en áttu aldrei möguleika gegn sterku liði Libertas Brera F.C. Leikmenn Libertas Brera F.C. komu mjög ákveðnir til leiks og með mjög einbeittan sigurvilja. Libertas Brera F.C. komst yfir snemma í fyrri hálfleik með fallegu marki, við þetta mark féllu leikmenn Libertas Brera F.C. til baka og lokuðu svæðum. Í seinni hálfleik voru leikmenn Caratese meira með boltann en náðu ekki að skapa sér nein umtalsverð færi. Leikmenn Libertas Brera F.C. lágu hins vegar til baka og beittu skyndisóknum, seinna mark Libertas Brera F.C. kom einmitt úr skyndisókn eftir mikla pressu leikmanna Caratese.
Við þennan sigur skaust Libertas Brera F.C. eins og áður sagði upp í toppsæti deildarinnar með 25 stig og hefur liðið ekki tapað í síðustu ellefu leikjum. Hægt er að nálgast stöðuna með því að smella hér.
Dagbók Kúrbítsins......helgin 22-23. nóvember
Hér á eftir mun Kúrbíturinn stikla á stóru um atburði helgarinnar............
Föstudagur
Kúrbíturinn fór í spriklstöðina, horfði á Idol-ið, kjaftaði við Ödda, drakk rauðvín...........FINE
Laugardagur
Kúrbíturinn vaknaði snemma og fór í spriklstöðina.......fínt. Þegar heim var komið lá Kúrbíturinn í leiti, horfði á fótbolta og lét sér líða vel. Þegar klukkan var orðin fjögur hélt Kúrbíturinn af stað austur á Hellu, áfangastaðurinn var sumarbústaður rétt fyrir utan bæinn. Um kvöldið var farið á stórdansleik á Kanslaranum þar sem hljómsveitin Sín lék fyrir dansi. Mottó hljómsveitarinnar Sín er: Ef það er fjör......þá er stuð, ótrúleg snilld. Kúrbíturinn vissi ekki að það væri mikill rígur á milli Hvolsvallar og Hellu, íbúar Hellu líta niður á íbúa Hvolsvallar.......en þetta veit kúrbíturinn í dag. Kúrbíturinn skemmti sér stórvel á þessum stórdansleik, kynntist bæjarbúum vel og á nú Hella sérstakan stað í hjarta Kúrbítsins.
Sunnudagur
Kúrbíturinn vaknaði um hádegið á sunnudaginn, nokkuð hress en ekki flottur. Hár Kúrbítsins stóð beint upp í loftið, kleprað og þónokkuð ófrýnilegt. Tekið var til í bústaðnum, tekinn saman svefnpokinn og lagt af stað heim á leið. Restin af deginum fór í að liggja í leti og gera ekki neitt......sem sagt ágætis "dagur eftir fyllerí dagur".
Í hverju er konan..........
Að sjálfsögðu er konan í gallabuxum og svörtum ermalausum bol í dag eins og flesta aðra daga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli