Gleðilega helgi......
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum gleðilegrar helgar og farsældar í viku komandi.
Hamingjuóskir dagsins
Kúrbíturinn óskar Hrafnkeli og Guðfinnu til hamingju með fæðingu erfingjans en þau eignuðust strák í gær. Samkvæmt heimildum Kúrbítsins heilsast mæðginunum vel en ekki er vitað um andlegt ástand Hrafnkels.
Fylkismenn óheppnir með jafntefli
Fylkir lék sinn fyrsta æfingaleik í gærkvöldi, á móti Þrótti í Egilshöllinni, sem lyktaði 1-1 eftir að staðan var 0-0 í leikhléi. Það var ólafur Júlíusson sem skoraði mark Fylkis eftir að Ragnar Sigurðsson hafði splundrað vörn Þróttara. Allar helstu stjörnur Fylkisliðsins spiluðu þennan leik, að Hrafnkeli, Sævari, Vali Fannari og Helga Val undanskildum, en þess má geta að þjálfari Fylkis skipti algjörlega um lið í hálfleik. Markmenn Fylkis, Bjarni Þórður og Hrafn spiluðu mjög vel í gær og sýndu stjórnarmönnum félagsins að engin þörf sé á nýjum markverði þrátt fyrir brotthvarf Kúrbítsins. Þetta var góður leikur hjá Fylkisliðinu og gefur góð fyrirheit fyrir nýhafið keppnistímabil.
Dagbók Kúrbítsins
Í gærkvöldi hófst formlega undirbúningur Kúrbítsins fyrir framhaldsnám hans sem hefst í byrjun janúar. Í byrjun nóvember hófst undirbúningsnám fyrir sjálft námið í Mílanó, Kúrbíturinn ákvað að fara ekki í það og læra þess í stað sjálfur hér heima. Kúrbíturinn fór þar af leiðandi upp í hesthús í gærkvöldi, lærði í heila fimm klukkutíma og skemmti sér vel. Þetta undirbúingsnám felst í því að rifja upp nokkur grundvallaratriði í markaðsfræði, stjórnun og reikningshaldi. Kúrbítnum líst vel á það að vera byrjaður að læra á nýjan leik og hlakkar til framhaldsins.
Vín vikunnar
Vín vikunnar að þessu sinni er Isole e Olena Chianti Classico, árgangur 2000. Þetta vín kemur frá Toscana, hinu margrómaða vínræktarhéraði Ítalíu. Þetta vín er höfugt, með léttri stemmu og kryddaðum leðurkeim. Vínið kostar kr. 1.550, er 13% að styrkleika og er því áhrifastuðull Kúrbítsins 119,23.....sem verður að teljast ásættanlegt ef vínið sé gott. Kúrbíturinn ætlar að bjóða kvinnu sinni upp á þetta vín í kvöld, Kúrbíturinn er spenntur og hlakkar til kvöldsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli