fimmtudagur, 13. nóvember 2003

Hamingjuóskir dagsins
Kúrbíturinn vill óska Gylfa Einarssyni, Ólafi Inga Skúlasyni og Ólafi Inga Stígssyni til hamingju með að vera valdir í íslenska landsliðið í knattspyrnu.



Aroma Therapy
Kúrbíturinn fór að þvo sér um hendurnar í morgun sem kannski er ekki frá sögu færandi því Kúrbíturinn þvær sér oft um hendurnar á dag. Það sem var sérstakt við þessa "þvo sér um hendurnar ferð" var það að sápan sem Kúrbíturinn notaði hét Aroma Therapy frá Palmolive. Þessi sápa á sem sagt að hafa yndislegt áhrif á sálina í þeim sem notar hana, koma viðkomandi í andlegt jafnvægi og fullkomna sátt við sjálfan sig. Eftir að Kúrbíturinn þvoði sér um hendurnar með þessari sápu þá ilma hendur hans eins grænt te, nú bíður Kúrbíturinn eftir því að sál hans nái fullkomnu jafnvægi og hann verði fullkomlega sáttur við sjálfan sig.

Enn bíður Kúrbíturinn.........hann er spenntur.

Dagbók Kúrbítsins.....miðvikudaginn 12. nóvember
Kúrbíturinn gerði ekkert í gær sem vert er að minnast á......glatað en svona er þetta bara stundum.

Kúrbíturinn........með fréttir frá Ítalíu
Mikil sprenging varð í höfuðstöðvum ítölsku herlögreglunnar í Nassiriyah í suðurhluta Íraks kl. 7.40 að íslenskum tíma. Samkvæmt embættismönnum í Róm varð þessi sprenging 18 ítölum og 8 írökum að bana og að auki særðust 20 ítalir og 59 írakar. Um 2.300 ítalskir hermenn og herlögreglumenn hafa verið sendir til Íraks til að aðstoða við enduruppbyggingu landsins. Þetta er mesta mannfall ítala í hernaðaraðgerðum síðan í lok seinni heimstyrjaldarinnar.

Engin ummæli: