miðvikudagur, 18. febrúar 2004

Kúrbíturinn kominn í samband við umheiminn
Kúrbíturinn er svo sannarlega kominn í samband við umheiminn, fékk sér stórkostlega nettengingu og líkar það vel. Það hafa opnast alveg ótrúlegir möguleikar fyrir Kúrbítinn með þessari ákvörðun og ekki er Kúrbíturinn búinn að uppgötva þá alla enn sem komið er. Nú getur Kúrbíturinn notað MSN eins mikið og hann getur, hann er einnig með webcam sem gerir honum kleift að sá þá sem hann talar við hverju sinni, han hefur ótakmarkað aðgang að öllum áhugaverðustu heimasíðunum, hlustað á íslenska útvarpið, horft á fréttir, helgarsportið, mósaík, 70 mínútur og svo framvegis. Kúrbíturinn sér samt ekki alveg fyrir sér að hafa tíma til þess að nýta sér alla þessar stórkostlegu tækniframfarir en samt gott að hafa möguleika á þeim.

Kúrbíturinn skorar á alla aðdéndur sínar um allan heim að koma sér upp webcam og microphone......þannig ætti Kúrbíturinn mun auðveldar með að dreifa fagnaðarerindi Hins Kúrbíska Heimsveldis um heim allan.

Engin ummæli: