fimmtudagur, 19. febrúar 2004

Rigningartímabilið hafið
Það er blautt í Mílanó í dag.....droparnir eru stórir, margir og falla ört til jarðar. Kúrbíturinn er ekki tilbúinn fyrir svona slagveður þrátt fyrir að hafa vitað að á þessu átti hann von. Kúrbíturinn er að hugsa um að fjárfesta í regnhlíf í dag, kaupi stóra og fallega regnhlíf.....kannski appelsínugula og skrifa Forza Fylkir á hana. Nú getur Kúrbíturinn átt von á því að það rigni sleitulaust næstu vikurnar, rakinn verði óbærilegur og Kúrbíturinn verði blautur í fæturna allan liðlangan daginn. En Kúrbíturinn ætlar sér líka vel við rigninguna, fá sem mest út úr henni og hoppa í hvern einasta poll sem hann sér..........

Engin ummæli: