mánudagur, 9. febrúar 2004

Tveggja ára áætlunin.......
Kúrbíturinn er ekki dauður úr öllum æðum, hann er sterkari sem aldrei fyrr.....Kúrbíturinn er kominn með áætlun. Kúrbíturinn telur að hann eigi nokkur góð ár eftir í boltanum, ætlar að leggja sig fram og standa sig stórkostlega. Kúrbíturinn er búinn að skipuleggja tveggja ára æfingaáætlun sem gerir það að verkum að verði í toppformi þegar hann verður gjaldgengur í "Old boys" eftir tæp tvö ár. Kúrbíturinn verður stórkostlegur, mun hoppa hæð sína í fullu herklæðum, mun taka allar aukaspyrnurnar og náttúrulega öll vítin. Við þessar tilhugsanir fyllist Kúrbíturinn mikilli orku og hlakkar til að takast á við þessa langtímaáætlun sem felst meira í að þroska sinn innri mann en sitt holdlega atgervi.

Engin ummæli: