þriðjudagur, 2. mars 2004

Kúrbíturinn þarf að fara í klippingu......
Það gerðist í morgun þegar Kúrbíturinn var að bursta tennurnar að þegar hann leit á sjálfan sig í speglinum þá blasti við honum skelfileg sjón......Kúrbíturinn er með nákvæmlega sömu klippingu og Pétur Kristjánsson. Kúrbíturinn er ekki sáttur við að vera að stæla kónginn úr Pelican því Kúrbíturinn hefur ekki tærnar þar sem hann hefur hælana. Pétur Kristjánsson hefur á síðustu 30-40 árum skapað sér ódauðlega ímynd í kringum þessa klippingu og myndi það teljast hálf hallærislegt af Kúrbítnum að vera að reyna stæla sjálfan kónginn. Kúrbíturinn hefur því ákveðið að fara í klippingu, stytta á sér hárlubbann og reyna að vera svolítið sætur fyrir kvinnu sína. Ef einhverjir þegnar Hins Kúrbíska Heimsveldis hafa einhverjar góðar hugmyndir þá endilega kommentið þær hér á síðuna....Kúrbíturinn er stendur ráðþrota gagnvart þessu vandamáli.

Engin ummæli: