miðvikudagur, 31. mars 2004

Kúrbíturinn er lélegur safnari....
Kúrbíturinn er alltaf að reyna að byggja upp smá rauðvínssafn, fer reglulega í matvörumarkaðinn og kaupir 5-6 rauðvínsflöskur. Þrátt fyrir stórinnkaup þá vill þessi yndislegi drykkur hverfa á örskotsstundu ofan í Kúrbítshjónin, gesti og að sjálfsögðu gangandi. Kúrbíturinn ætlar að bæta ráð sitt, koma sér upp rauðvínssafni og mun Kúrbíturinn gera það með því að kaupa 10-12 flöskur í hvert sinn sem hann fer í matvörumarkaðinn.

Hálfnaður í mestu próftörn allra tíma....
Kúrbíturinn er í mestu próftörn sem hann hefur lent í á sinni skólagöngu hingað til, fer í 16 próf á sex mánuðum og hlakkar Kúrbíturinn einhvern veginn smá til þegar þessi törn er að baki. Kúrbíturinn fer í próf í dag, áttunda prófið frá því í janúar og er hann því hálfnaður í törninni miklu.

Þá verður kátt í höllinni höllinni og þá verður nú kátt í höllinni höööllllliiiinniiiii....

Engin ummæli: