Kúrbíturinn líkar vel við Travis...
Kúríturinn fór á tónleika í gær, skellti sér á Travis og skemmti sér stórkostlega. Það voru einungis 1000 manns á tónleikunum og miðarverðið virkilega stillt í hóf....aðeins 22 evrur. Travis voru frábærir, tóku góðu lögin sín og komu síðan með skemmtilega vinkla á lífið og tilveruna á milli laga. Kúrbíturinn man vel eftir einum vinklinum, það var þegar söngvarinn sagði að honum fyndist allt of mikið af fólki vera endalaust að reyna að vera eitthvað annað en það er og allir ættu þess í stað að vera þeir sjálfir og virkilega njóta þess að vera þeir sjálfir. Kúrbíturinn tekur undir með Travisarmönnum, tekur ofan hattinn og mun muna þessa setningu svo lengi sem hann lifir. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er best að vera maður sjálfur með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli