….og ég brosi allan hringinn!!!!
Kúrbítnum finnst brosið einn af þessum flottu eiginleikum mannsins, brosið er ókeypis og alveg ótrúlega skemmtilegt fyrirbæri. Það er mun auðveldara fyrir líkamann að brosa heldur en að gretta sig því maður notar miklu færri vöðva til verksins…..sem sagt orkusparnaður. Að auki býr ekkert annað dýr í heiminum yfir hæfileikanum að brosa nema mannskepnan….nýtum okkur það til hins ýtrasta.
Yummi Yummi fer á kostum...
Kúrbíturinn fékk sér stórkostlega pizzu á nýja uppáhaldsstaðnum sínum, Yummi Yummi. Þessi pizza var með mozzarella, mozzarelline, grænu pestó, grana padano og ferskum tómötum....stórkostleg samsetning.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli