fimmtudagur, 15. apríl 2004

Heilaþvottur og hugsanir
Það er hægt að rökstyðja allt fyrir sjálfum sér, réttlæta það út í hið óendanlega og að lokum trúa því eins og heilögum sannleik......alveg sama um hvers konar vitleysu er að ræða. Í upphafi hafa þessar hugsanir lítil sem engin áhrif en með tíð og tíma verður þetta manns eigin sannleikur, hvort sem hann er til góðs eða ills. Þetta hefst allt með lítilli hugsun sem verður að lokum órjúfanlegur hluti af manni sjálfum. Það besta við þetta er að það er hægt að heilaþvo sjálfan sig á góðum hlutum, einhverju sem maður vill trúa að sé rétt og kemur manni til góða. Það hlýtur að vera mikil leikni að passa sig að heilaþvo sjálfan sig eingöngu af réttu hlutunum og því sem kemur sér vel fyrir mann sjálfan.

Engin ummæli: