fimmtudagur, 15. apríl 2004

Hamborgarastaður með kaffiívafi...
Kúrbíturinn vill óska stórvini sínum til tveggja áratuga, Erni Hreinssyni, til hamingju með opnun nýs hamborgarastaðar í stórborginni Reykjavík. Staðurinn ber nafnið Hamborgarabúllan en verður væntanlega kölluð Búllan í daglegu tali þegar fram líða stundir. Þetta er staður sem mun leggja áherslu á stórkostlega hamborgara og frábært kaffi í flottum húsakynnum...skotheld formúla. Staðurinn er til húsa í sögufrægu og friðuðu húsi við Geirsgötuna, þar sem Kaffistofa Slippsins var eitt sinn til húsa.

Kúrbíturinn er kominn með vatn í munninn og hlakkar mikið til að bragða á hamborgara, bjór og góðu kaffi á eftir þegar hann stígur næsta á vora göfugu fósturjörð. Kúrbíturinn hvetur þegna sína til að kíkja við, bragða á gersemunum og upplifa flotta stemmingu.

Öddi...til hamingju!!!!!

Engin ummæli: