Góð leið til að bjarga geðheilsunni....
Undanfarnar vikur hafa verið annasamar hjá Kúrbítnum, mikið að gera og nokkurt álag. Þessa helgina tók Kúrbíturinn sér frí, lét sér líða vel og slappaði af. Ein besta leiðin til þess að slaka á og safna kröftum á nýjan leik er að kaupa slatta af bjór, rölta sér útí risastóran almenningsgarð, liggja í grasinu, kjafta og sötra mjöðinn góða. Eftir nokkra klukkutíma er heilsan orðin stórkostleg og Kúrbíturinn tilbúinn í næstu törn. Eina skilyrðið fyrir svona stórkostlegum degi er að hitastigið sé 25 stig eða hærra... Kúrbíturinn vonar svo sannarlega að dagur sem þessi komi svona2-3svar á klakanum á sumri komanda. Kúrbítnum myndi finnast gaman að upplifa svona daga í hljómskálagarðinum en þeir koma bara alltof sjaldan á hinu stórkostlega Íslandi.
Afmælisbarn dagsins í gær...
Kúrbíturinn vill óska stórvini sínum, Hafsteini Steinssyni, til hamingju með afmælið í gær. Hafsteinn Steinsson er staddur erlendis, gjafir vinsamlegast afþakkaðar en þeim sem vilja endilega gefa eitthvað er bent á Barnaspítala Hringsins.
Hefði viljað fæðast í gær...
Kúrbíturinn hefði svo sannarlega viljað fæðast í gær, fallegur dagur í Mílanó en fyrst og fremst vegna stórkostlegrar kennitölu... ímyndið ykkur 040404 – 0909. Er til eitthvað sem heitir kennitölusnobb og er fólk dregið í dilka eftir fegurð kennitölunnar? Ef svo væri er Kúrbíturinn ekki merkilegur pappír og væri örugglega róni úti í horni með sína ófögru kennitölu. Kúrbíturinn vonar svo sannarlega að kennitölusnobb sé ekki til staðar í Hinu Kúrbíska Heimsveldi og þegnar þess meti Kúrbítinn sinn út frá því hvernig mann hann hefur að geyma.
Lifi þegnar Hins Kúrbíska Heimsveldis... að eilífu
Engin ummæli:
Skrifa ummæli