Elliði grætur af gleði...
Elliði er hamingjusamur maður í dag enda alltaf gaman að láta FH-inga fara tómhenta út Árbænum. Þetta voru mikilvæg stig fyrir framhaldið, sjálfstraustið mun vaxa með hverjum sigurleiknum og framhaldið lítur vel út.
Í fyrri hálfleik í leiknum á móti FH, þegar lítið var að gerast í leik Fylkismanna, þá kom Elliða í hug eftirfarandi brandari:
Þrátt fyrir það að Elliði sé getspakur maður, hefur oft rétt fyrir sér þá gekk ekki spáin hans um leikinn á móti FH í gær alveg upp. Elliði hefur áhyggjur af því að leikmenn taki spá hans of alvarlega, slappi bara af og halda að leikurinn vinnist af sjálfum sér...bara af því að Elliði sagði það. Leikmenn Fylkis verða að fara breyta þessu meingallaða hugafari, henda því út í hafsauga og fara út í hvern leik til þess að vinna hann upp eigin spýtur. Það er ekki nóg að fara inn á völlinn og halda að hlutirnir komi að sjálfum sér...bara út af því að Elliði sagði það.
Svo í seinni hálfleik tóku Fylkismenn sig saman í andlitinu, spiluðu miklu betur og uppskáru þrjú mikilvæg stig. Þrátt fyrir að Fylkismenn hafi eyðilagt fyrir Elliða góðan brandara þá er hann í skýjunum með stigin þrjú.
Áhorfendur Fylkis voru hljóðir á vellinum í gær...Elliði gengur út frá því að Djöflagengið, eins og það leggur sig, hafi verið að útskrifast með stúdentspróf í gær og ekki komist á völlinn af þeim sökum. Elliði vill óska þeim til hamingju með áfangann og vonast eftir að heyra meira í þeim í næsta leik.
Elliði vill óska Þorbirni Atla Sveinssyni til hamingju með fyrsta markið fyrir Fylki og svo sannarlega var þetta mikilvægt mark.
Í öðrum leiknum í röð tókst Bjarna að redda okkur Fylkismönnum stigum með stórkostlegri markvörslu. Þetta er eitthvað sem góður markvörður þarf að bera...að verja stundum þessi óverjandi skot. Aðdáendaklúbburinn Þórður, hér í Mílanóborg, óskar Bjarna til hamingju með stórkostlegan leik.
Elliði er ánægður með byrjunina, hlakkar til næstu leikja og er bjartsýnn fyrir hönd félagsins
Lifi Fylkir...að eilífu
Engin ummæli:
Skrifa ummæli