Elliði spáir í leik Fylkis og FH...
Elliði er bjartsýnn fyrir leikinn á móti FH, spáir 2-1 sigri Fylkis og skorar Sævar Þór annað mark Fylkis í leiknum. Leikurinn mun byrja varfærnislega, hvorugt liðið vill taka áhættu og verður því fyrri hálfleikurinn nokkuð leiðinlegur framan af. Fylkismenn munu skora fyrsta mark leiksins þegar hálftími er liðinn af leiknum, munu síðan bæta öðru markinu við þegar tíu mínútur eru liðnar af seinni hálfleiknum en eftir mikla pressu FH munu þeir ná að klóra í bakkann undir lok leiksins.
Sem sagt þrjú mikilvæg stig fyrir Fylkismenn...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli