Næstum því Evrópumeistarar...
Elliði telur að Fylkir sé næstum því Evrópumeistarar...svona kannski smá. Þar sem Fylkismenn voru slegnir út af AIK Solna með minnstum mun og Valencia rétt marði AIK Solna þá hlýtur Fylkir eiginlega að vera næstum því Evrópumeistarar...til hamingju Fylkismenn.
Kúrbíturinn er hættur að berjast...
Kúrbíturinn hefur áhyggjur af sjálfum sér, aukakílóunum fjölgar stöðugt og stendur hann ráðalaus gagnvart þessu vandamáli. Kúrbíturinn hefur reynt að leysa þetta vandamál á undanförnum vikum en ekki tekist enn sem komið er. Hvað getur Kúrbíturinn til bragðs tekið? Kúrbíturinn getur varla farið að halda aftur af sér í mat þegar hann er staddur í girnilegustu matarkistu heimsins, ekki hefur hann tíma til að fara í líkamsræktarstöðina og ekki fer hann að halda aftur af sér í rauðvínsdrykkju...Kúrbíturinn stendur á gati.
Kúrbíturinn telur að eftir fáeinar vikur verði hann sjálfskipaður formaður Gorruvinafélagsins svokallaða...sem náttúrulega er ekkert nema heiður. Kúrbíturinn hefur ákveðið að fresta baráttunni við aukakílóin, njóta alls þess sem Ítalía hefur upp á að bjóða og neita sér ekki um eitt.
Lifi gorran...
Hættur við að vera viðstaddur útskrift...
Kúrbíturinn mun ekki vera viðstaddur útskrift sína við Bocconi University í Mílanó. Hann uppgötvaði það í gær að hann þarf að vera klæddur í svarta silkimussu með bleikum kraga við útskriftina. Þetta getur Kúrbíturinn einfaldlega ekki sætt sig við, stefnir að því að vera fjarverandi og fá prófskírteinið sent í pósti.
Það er bara sumt sem ekki er hægt að láta bjóða sér...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli