mánudagur, 7. júní 2004

Kúrbíturinn... og þjóðarstoltið hvarf
Það var stór dagur hjá Kúrbítnum síðastliðinn laugardag. Kúrbíturinn skellti sér ásamt kvinnu sinni á enskan pöbb í Mílanó og hlakkaði til að sjá íslensku víkingana valta yfir ensku dúkkulísurnar. Kúrbíturinn hafði trú á sínum mönnum en ákvað þrátt fyrir það að halda þjóðerni sínum fyrir sjálfan sig. Eftir allt saman var það góð ákvörðun hjá Kúrbítnum því eftir því sem Íslendingarnir tóku boltann oftar úr netinu seig Kúrbíturinn neðar í sætið sitt. Þegar leiknum lauk ákváðu Kúrbítshjónin að fara með veggjum, töluðu saman á dönsku og drifu sig út áður en nokkur myndi komast að hinu sanna um þjóðerni þeirra hjóna.

Er þetta ekki bara spurning um að einbeita sér að næsta leik...

Engin ummæli: