föstudagur, 4. júní 2004

Þrjár skemmtilegar pizzusamsetningar...

1. Mozzarella, skinka, sveppir og rjómi
Þetta er alveg ótrúlega góð pizza, skemtilega samansett og kemur skemmtilega á óvart. Þetta er eiginlega pizza með skinku og sveppum en síðan er hellt yfir hana rjóma strax og hún er tekin úr ofinum...ótrúlega góð.

2. Mozzarella, tómatsósa, pestó, ferskir tómatar, parmigiano og litlar mozzarellakúlur
Þessi kemur skemmtilega á óvart, er í góðu jafnvægi og áleggin eiga svo sannarlega vel saman. Litlu mozzarellakúlurnar eru settar á pizzuna rétt eftir að hún er tekin úr ofninum og eru því ekki alveg bráðnaðar....það kemur skemmtilega á óvart hvað pestó er gott á pizzu.

3. Mozzarella, krabbakjöt, trevisiana og aspas
Þetta er svona samsetning sem myndi aldrei geta gengið upp en raunin varð önnur...snilldar pizza.

Kúrbíturinn mælir svo sannarlega með þessum samsetningum, finnst þær allar stórkostlegar og hvetur alla til að prófa...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Björninn er hrifinn af Mar Rosso og kemur til með að prófa þessar gerðir einnig. Birninum finnst Kúrbíturinn vera lífsnautnamaður mikill og margt sem við almúgamennirnir getum af honum lært.

Nafnlaus sagði...

Björninn er einn af þeim sérvöldu Íslendingum sem hefur bragðað á hinni stórkostlegu Mar Rosso pizzu, má þar með segja að pizzutoppnum sé náð og leiðin liggi niður við eftir þá stórkostlegu reynslu.

hinn eini sanni Kúrbítur...