Kúrbíturinn leggur land undir fót...
Nú er Kúrbíturinn við það að leggja af stað í langt ferðalag, flýgur til London í dag og áfram til Indlands daginn eftir. Biðin er loks á enda og munu þau Kúrbítshjónin sameinast í borginni Chennai aðfaranótt miðvikudags...Kúrbítnum hlakkar til. Kúrbíturinn mun dvelja á Indlandi í þrjár vikur, ferðast um landið og upplifa þetta yndislega land...kvinna Kúrbítsins ber því svo sannarlega vel söguna.
Þar sem Kúrbíturinn verður í mjög svo stopulu netsambandi næstu vikurnar verður heimsveldið uppfært mjög óreglulega. Kúrbíturinn mun skrifa pistil og pistil ef tækifæri gefst en formlega mun starfsemi Hins Kúrbíska Heimsveldi liggja til dvala til 1.september næstkomandi.
Kúrbíturinn óskar landsmönnum öllum ágústs og friðar, gleðilegra þjóðhátíðar og vonar allir þegnar sínir hafi það sem allra best á komandi vikum.
Stórkostlegt kaffihús...
Kúrbíturinn fór á stórkostlegt kaffihús í Tórínó og drakk stórkostlegan espresso...einn af þeim betri á ferlinum. Þetta kaffihús var stofnað árið 1763 og hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Allar innréttingar eru upprunalegar og eina sem breyst hefur er að það eru komnar ljósaperur í olíulampana og nýtísku búðarkassi. Þjónarnir voru gamlir og voru eins og klipptir út úr gamalli ítalskri Fellini mynd. Kaffihúsið er staðsett fyrir framan volduga kirkju og koma prestarnir reglulega á kaffihúsið eftir messu og skjóta á sig einum espresso.
Kúrbíturinn varð vitni að skemmtilegu atviki á meðan hann sat á kaffihúsinu og naut espressobollans síns í botn. Öllum að óvörum settust brjúðhjón niður á næsta borð og fengu sér að sjálfsögðu tvö stykki af espresso...svolítið skrýtið. Þetta er eins og hjón myndu pússa sig saman í Dómkirkjunni og labba sér að vígslu lokinni yfir á Kaffibrennsluna og fá sér einn kaffi...
Í hverju er maðurinn...
Maðurinn er klæddur í dökkgráar nærbuxur með símann í annarri hendinni og sígarettu í hinni. Kúrbíturinn telur að maðurinn verði klæddur á þennan hátt næstu vikurnar, lítið muni breytast en Kúrbíturinn tekur þennan dagskrárlið upp að nýju í byrjun september.
Margt hefur gerst...
Nú er svo komið að Kúrbíturinn er á leiðinni í fimm vikna frí þar sem hann mun ferðast aðeins um heiminn...sýna sig og sjá aðra. Þrátt fyrir miklar að mikið hafi verið að gera í skólanum það sem af er þessu ári hefur gefist nokkur tími til ferðalaga. Þetta ár hefur verið viðburðarríkt í lífi Kúrbítsins og vill Kúrbíturinn stikla á stóru um helstu ferðalög ársins hér á eftir:
# Kúrbíturinn og hans ektakvinna fóru í þrjár heimsóknir til vinafólks síns í Genóa.
# Kúrbíturinn fór til Bologna og skoðaði Ducati mótorhjólaverksmiðjurnar með skólanum.
# Kúrbíturinn fór í dagsferð til Como, skoðaði þar eitt mesta lúxushótel Evrópu sem stendur á fallegum stað við hið stórkostlega vatn Lago di Como.
# Kúrbíturinn fór í dagsferð til Lugano í Sviss ásamt kvinnu sinni og fjölskyldu.
# Kúrbíturinn fór í dagsferð upp í lítinn bæ við rætur ítölsku alpanna.
# Kúrbíturinn flaug til Þýskalands, keyrði síðan ásamt góðum félaga sínum til Belgíu og horfði á leik Fylkis og Gent.
# Kúrbíturinn fór í helgarferð ásamt öðrum góðum félaga til Rimini, fengu þeir sér í glas og höfðu það gott.
# Kúrbíturinn fór í dagsferð til Monza sem er lítil borg rétt fyrir utan Mílanó.
# Kúrbíturinn fór í dagsferð til Torínó þar sem kvikmyndasafn Ítalíu var skoðað.
# Kúrbíturinn fór í dagsferð til Brescia sem kom mjög á óvart þar sem miðbær þeirrar borgar er mjög fallegur.
Kúrbíturinn hyggur á áframhaldandi ferðalög á næstu vikum og mánuðum. Það er gott að vera staddur á meginlandi Evrópu því það er svo stutt í allar áttir.
2 ummæli:
Góða ferð elsku kúrbítur og kysstu kvinnuna þína frá okkur..............hafið það gott saman og vonandi munu þessar þrjár vikur ekki líða of hratt hjá ykkur.
Miss jú, TogS
Nú er það svo að Bjergvehn hefur ákveðið að leggja flugvél undir fót & ferðast til lands þess er Kúrbíturinn svo dátt dáir & elskar.
Áætluð koma til Romaborgar er mánudagurinn 9 ágúst..
Þaðan verður svo haldið á e-h dásamlegann stað á Ítalíu. Eigi vitað enn.
Leitt að Kúrbíturinn verður ei þar..
Skrifa ummæli