mánudagur, 30. ágúst 2004

Stóra stundin nálgast...tveir dagar í endurreisn
Kúrbíturinn getur svo sannarlega skilið það að síðustu vikurnar hafi verið þegnum Hins Kúrbíska Heimsveldis nokkuð erfiðar. Kúrbíturinn hefur heyrt úr öllum áttum að þegnar hans hafi reikað áttavilltir um göturnar og ekki vitað í hvorn fótinn þeir ættu að stíga. Nú eru einungis tveir dagar þar til Kúrbíturinn mun snúa aftur til Mílanó og leiða þegna sína í áttina að ljósinu...hamingju og gleði öllum til handa.

Hið Kúrbíska Heimsveldi mun vakna til lífsins á nýjan leik þann 1. september næstkomandi...sterkara en nokkru sinni fyrr.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Kúrbítur....ertu farinn strax? En við erum ekki búin að fá að krúsa þig og kjammsa og fylla þig af vitleysu og kunnum þekktum rauðum vökva. Verðum þá bara að fá að eiga það inni :( Söknum þín strax langa græna grænmeti og passaðu nú uppá þig í stórborginni....TogS