Enn leggur kúrbíturinn land undir fót...
Þrátt fyrir þá staðreynd að Kúrbíturinn sé nýkominn úr fimm vikna ferðalagi um löndin fjögur sem byrja öll á "i" á ítölsku, Italia, India, Inghilterra og Islanda, þá er hann síður en svo hættur. Kúrbíturinn hefur ákveðið að skella sér til Barcelona í næsta mánuði í nokkra daga. Þar ætlar hann að heimsækja hinu einu sönnu Erlu Pálsdóttur sem dvelur þar við nám...það er nú ekki svo oft sem maður leggur land undir fót.
Indlandsævintýrið...þriðji dagur
Kúrbíturinn vaknaði hamingjusamur hinn þriðja dag. Það var vaknað snemma þennan morguninn, fengið sér morgunmat og hvílt sig svo vel á eftir. Eftir þrjár klukkustundir af afslappelsi lagði Kúrbíturinn af stað í bæjarferð. Þrammað var um götumarkaði, verslunarmiðstöð og einhvern annan stað sem Kúrbíturinn hefur ekki hugmynd um hvað hét eða hvað í raun og veru var.
Kúrbíturinn álítur umferðina vera nokkuð brjálaða í Mílanó en hún er svo sannarlega barnaleikur miðað það umferðaröngþveiti sem er um allar götur Chennai. Það má eiginlega taka umferðina í Mílanó og margfalda með hundrað. Ekki er hægt að heyra mannsins mál vegna æpandi bílflautna og telur Kúrbíturinn eina skilyrðið til þess að ná bílprófinu á Indlandi sé að kunna á bílflautuna.
Kúrbíturinn var á gangi um eina verslunargötuna þegar við honum blasti nokkrar heilagar kýr, fáinir hundar og hanar á vappi í nágrenninu. Dýrin stóðu öll í sátt og samlyndi í kringum eina ruslafötuna og gæddu sér á afgöngum okkar mannanna...öll dýrin í Chennai eru svvo sannarlega vinir.
Eftir að Kúrbíturinn hafði eytt deginum í afslappelsi, búðaráp og iðjuleysi var komið að matarboðinu ógurlega. Kúrbítshjónunum hafði verið boðið í mat til yfirmanna kvinnunnar þetta kvöld, eiginlega var kvinnunni örugglega bara boðið en Kúrbíturinn fékk að fljóta með...alltaf erfitt að fá pössun á Indlandi. Kúrbítshjónunum var boðið upp á s-indverskan mat, nokkuð skemmtilegar samræður og var þarna mikil gestrisni á ferð. Í Rickshaw á leiðinni heim lentu Kúrbítshjónin í einni mestu rigningu allra tíma, urðu hundblaut en lifðu raunina af...guði sé lof.
Svona var nú hinn þriðji dagur...þó var þetta ekki þriðjudagur.
1 ummæli:
A hvada 2 dyr heldurdu ad kvinnan hafi rekist sama daginn um helgina? 1 langan snak og eina cobra-slongu, a chillinu i Pondicherry... Ertu ekki spaeldur ad vid hittum tau ekki tegar tu varst her? Tau reyndu ekkert ad spjalla vid mig, badu bara ad heilsa ter og heldu svo sina leid.
Tad er gaman ad tu skrifir svona um ferdina, nu lifi eg thetta allt saman aftur i huganum... sem er gaman :)
Kvinnan ogurlega
Skrifa ummæli