Karlmennskan farin í vaskinn...
Kúrbíturinn hefur aldrei verið neitt rosalega viðkvæmur karlmennsku eða karlmennskuskorti. Hann hefur bara verið með sitt typpi, þrjú bringuhár sem skipt hafa verið í miðju og verið bara nokkuð sáttur með hlutskiptið. En það getur svo sannarlega fokið í flest skjól. Í gær skúraði Kúrbíturinn íbúðina sína, þurrkaði af eldhúsborðinu og þvoði mikið magn af fötum í höndunum. Kúrbíturinn vill að þetta verði milli hans og þegna Hins Kúrbíska Heimsveldis og ekki orð um það meir...
Indlandsævintýrið...annar dagur
Kúrbíturinn vaknaði seint en vaknaði vel í framandi landi þennan morguninn, við hlið kvinnu sinnar sem hafði ekki gerst í margar vikur. Helstu morgunverkin voru að setja á sig sólarvörn, úða á sig moskítóeitri og gæða sér á dvergvöxnum bönunum. Kvinnan þurfti að mæta á fund á vegum vinnu sinnar, Kúrbíturinn fékk að koma með enda hafði hann ekkert betra að gera.
Til að komast á fundarstaðinn þurftu Kúrbítshjónin að taka þriggja hjóla apparat sem kallast i daglegu máli Rickshaw. Þetta eru eins og áður segir þriggja hjóla farartæki sem taka 2-5 farþegar, fer allt eftir troðningi, með engar hurðir og eru í alla staði hin skemmtilegustu samgöngutæki. Þetta er svona skemmtilegt sambland af bíl og skellinöðru...lítur eigninlega út eins og ofvaxið þríhjól. Kvinna Kúrbítsins prúttaði niður verðið, stóð sig stórkostlega en staðreyndin er sú að prúttað er um nánast allt í þessu landi...hvort sem það eru leigubílar, matur, hótel o.s.frv.
Á þessum tímapunkti hafði Kúrbíturinn ekki orðið þess heiðurs aðnjótandi að hitta eðluna og íkornann sem eru sambýlingar Kúrbítskvinnunnar. Þeir höfðu örugglega skroppið eitthvað út á land því þeir skiluðu sér eftir fáeina daga.
Kúrbítnum fannst skemmtilegt að fylgjast með hana einum reyna að fara yfir götu. Hann beið þolinmóður, beið eftir rétta tækifærinu og lét svo til skara skríða. En eitthvað misreiknaði haninn sig, hljóp næstum fyrir bíl sem kom æðandi og munaði aðeins millimetrum að haninn endaði líf sitt á frekar sársaukafullan hátt.
Um kvöldið fóru Kúrbítshjónin út að borða, að sjálfsögðu inverskt, og fóru út af staðnum með fullan maga og bros á vör. Þegar heim var komið var tekinn tappi úr rauðvínsflösku og þótti Kúrbítnum vænt hamingjusvipinn á andliti kvinnunnar þegar hún fékk sér fyrsta rauðvínssopann sinn í margar vikur...rauðvín er nefnilega ekki á hverju strái á Indlandi.
Kúrbíturinn sofnaði hamingjusamur þetta kvöld og brosti allan hringinn í faðmi sinnar stórkostlegu kvinnu.
1 ummæli:
Við bíðum spennt eftir áframhaldandi sögum frá heimsókn okkar merka kúrbíts til kvinnu sinnar í framandi landinu þar sem fólk býr með íkornum og eðlum og hanar passa sig á umferðinni.
Óskum einnig kúrbítnum til hamingju með að hafa sýnt sinn sanna innri karlmann...... ;)
40 fermetra garðskálinn gæti svo alveg orðið að veruleika í heimum álfanna, alla vegana er kallinn að tapa sér í framtakssemi.
knús elsku sonur.......tobs
Skrifa ummæli