fimmtudagur, 16. september 2004

Ferðalögin hrannast upp...
Það er ekki nóg með það að Kúrbíturinn er á leiðinni til Barcelona helgina 17-18 október þá er verið að freista hans með Londonferð helgina þar á eftir. Tilgangur þeirrar ferðar yrði að hitta félagana, drekka bjór og fara á leik Charlton-Liverpool. Kúrbítnum finnst þetta meira en lítið freistandi, ætlar að leggja höfuðið í bleyti og taka ákvörðun á næstu dögum...það eru alltaf þessar sífelldu ákvarðanir.

Í hverju er maðurinn...
Maðurinn er ávallt klæddur í nærbuxur, með sígarettu í einni hendinni og símann í hinni. Kúrbíturinn hefur verið að hugsa út í það hvað þessi maður gerir að atvinnu...eiturlyfjasali, næturvörður eða mafíósi í felum. Kúrbíturinn er orðinn svolítið þreyttur á því að geta ekki litið út um gluggann sinn án þess að sjá þar þrjú bringuhár og nærbuxur...en svona er Mílanó í dag

Engin ummæli: