föstudagur, 17. september 2004

Indlandsævintýrið...fimmti dagur
Nú var kominn hinn fimmti dagur...þó ekki fimmtudagur. Kúrbíturinn getur svo sannarlega tekið undir það að brandararnir hafa ekki verið upp á það allra besta að undanförnu...telur það allt standa til bóta. Kúrbíturinn telur þó að Valur Fannar, fyrirliði Fylkis í knattspyrnu hafi nú brosað út í annað.

Þegar Kúrbítshjónin höfðu komið sér fyrir á hótelinu þennan morguninn var haldið af stað í skoðunarferð um þennan syðsta bæ Indlands. Hjónin skoðuðu musteri til minningar um sjálfan Gandhi, götumarkaði og mannlífið. Áreiti sölumannanna var mikið, vildu féflétta Kúrbítshjónin og einhverjum hefur örugglega tekist það.

Síðdegis var haldið á svokallaðan "sunset point" til þess að horfa á margfrægt sólsetur og urðu hjónin svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með það sem . Það erfyrir augum bar einhvern veginn svo æðislegt að geta séð svona fallega sýn án þess að þurfa að borga krónu í áskriftargjöld...sem sagt Kúrbítshjónin í rómantík.

Þessi bær var nokkuð skemmtilegur á sinn hátt, einnar nætur virði enda ferðalag framundan daginn eftir.

Kvöldinu var eytt í veitingahúsarölt, bjórdrykkju og annað mjög svo skemmtilegt. Kúrbítshjónin voru ánægð með daginn og hlökkuðu svo sannarlega til framhaldsins.

Engin ummæli: