fimmtudagur, 23. september 2004

Kúrbíturinn biðst afsökunar...
Kúrbíturinn vill biðja þegna sína afsökunar á litlu framboði af gullkornum hér á Hinu Kúrbíska Heimsveldi. Kúrbíturinn heldur í sín síðustu próf í fyrramálið, hefur setið nokkuð þétt við bækurnar og því hefur verið lítill tími til skrifta.

Síðustu mánuðir mastersnámsins fara í verkefnavinnu, ferðalög og rauðvínsdrykkju. Áður en Kúrbíturinn veit af verður hann útskrifaður í bleikum útskriftarslopp með nátthúfu.

3 ummæli:

Svetly sagði...

...en hvað með ljósaperuna...??

Álfheimafjölskyldan sagði...

Gangi þér vel esssku kall...þú rúllar þessu upp eins og þér er von og vísa. Og mundu svo að fyrir hvert rauðvínsglas sem þú drekkur verðurðu að drekka eitt fyrir mig líka ;) Veit að þú ferð létt með þetta.
knús tobs

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn er með ljósaperuna á verkefnalistanum og er hann búinn að skipuleggja áætlun sem mun gera það að verkum að það verði búið að skipta um ljósaperuna fyrir lok nóvembermánaðar.

Kúrbíturinn elskar framkvæmdir...