föstudagur, 8. október 2004

Lífið er margslungið fyrirbæri...
Kúrbíturinn hugsar mikið akkúrat þessa stundina, mörg áhyggjuefni til staðar og stórar ákvarðanir sem þarf að taka tillit til á hverjum einasta degi. Svona er nú líf Kúrbítsins í hnotskurn, flókið ferli og þörf á sífelldri lausn flókinna vandamála. Kúrbíturinn þarf til dæmis þessa dagana að taka á eftirfarandi vandamálum:

Hvort á Kúbíturinn að þvo sokkana sína í höndunum eða kaupa sér nýja?

Hvort á Kúrbíturinn að fá sér espresso eða cappucino í morgunmat?

Hvort á Kúrbíturinn að elda heima eða fara út að borða í kvöld?

Hvort á Kúrbíturinn að sofa á vinstri hliðinni eða þeirri hægri í nótt?

Hvort á Kúrbíturinn að drekka rauðvín, hvítvín eða bjór með matnumm í kvöld?

Hvort á Kúrbíturinn að fara í bláu gallabuxurnar sínar í fyrramálið eða hinar bláu gallabuxurnar?

Hvort á Kúrbíturinn að taka fyrstu tröppuna með hægri fætinum eða þeim vinstri?

Hvort á Kúrbíturinn að ganga venjulegu leiðina heim úr skólanum eða fara einhverja nýja?

Hvort á Kúrbíturinn að bora í nefið með litla puttanum á vinstri hendinni eða litla puttanum á þeirri hægri?

Hvort á Kúrbíturinn að fara í sturtu áður en hann fer að sofa eða þegar hann vaknar?

Það eru allar þessar stóru ákvarðanir sem eru að gera út af við Kúrbítinn, honum finnst lífið vera flókið og um allt of margt að hugsa. Kúrbíturinn mun á næstu vikum reyna að einfalda líf sitt, stytta ákvörðunarferlið og fækka þeim ákvörðunum sem hann þarf að taka frá degi til dags.

Því lífið þarf svo sannarlega ekki að vera flókið...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Kjartan.
Þetta er ekki flókið mál. Skal veita þér mína aðstoð?
kaupa nýja sokka
espresso
út að borða
sofa á hægri
Matseðill þarf að fylgja til að velja víntegund
hinar bláu gallabuxurnar
fyrsta trappa með þeim hægri
venjulegu leiðina. Alger óþarfi að vera að flækja lífið of mikið.
hægri litla puttnaum. alltaf með hægri
sturta þegar hann vaknar.
Vona að þetta hjálpi til og ginfan er fús til að veita ráðleggingar hvenær sem er.
kveðjur frá Nýja Sjálandi.
Addi L, www.ginfan.com

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn er búinn að fá lausn við öllum sínum vandamálum og mun lifa áhyggjulausu lífi frá deginum í dag...þökk sé Ginfan.com

Kúrbíturinn skilar kveðju til heimsreisufarans ógurlega og hlakkar til að hitta hann á Herrakvöldi Fylkis í byrjun næsta árs.