miðvikudagur, 8. desember 2004

Löggan út um allt í Mílanó...
Kúrbíturinn var á vappi um miðbæ Mílanó í gær, leitaði að jólagjöfum og eyddi peningum. Það var ótrúlegt að sjá að það voru löggur gjörsamlega út um allt og tók Kúrbíturinn því þannig að þeir væru að vernda hann að sjálfsögðu. Það var nú sanarlega ekki tilgangurinn hjá þeim...tilgangurinn var að vernda fjandans snobbaða fólkið sem var búið að borga fúlgur fyrir að vera viðstatt opnun La Scala óperunnar.

Kúrbíturinn verður að viðurkenna að hann varð svolítið smeykur við allar byssurnar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn roðnar enn á ný, þakkar fyrir sig og hlakkar til að sjá krúttsprengjuna um jólin.