Hvar gæti hann leynst...
Kúrbíturinn hefur gaman af tímaritum, sankar þeim að sér, geymir, skoðar og stundum les. Gott og vel. En hvar á hann að geyma þau, vantar hirslu ... svona blaða- og tímaritastand. Ógeðslega flottan. Vantar hugmyndir að svoleiðis ... smíða sjálfur eða kaupa. Í dag liggja þau út um allt og hvergi, hráviður kannski skinka.
Kúrbíturinn óskar eftir hugmyndum að blaða- og tímaritastand, hvar hann fæst eða hvernig á að til búa. Þeim sem veit, senda póst eða komment til Kúrbítsins ... sá sem á þá hugmynd sem valin verður mun öðlast öruggt pláss í himnaríki hins Kúrbíska Heimsveldis um alla framtíð.
Úbbsss...
Kúrbíturinn er að brenna inni með vorlaukana ...
Bókabúðir eru hættulegir staðir...
Kúrbíturinn skrapp í bókabúð í gær í þeim tilgangi að kaupa sér penna. Ekki fann hann pennann en gekk út úr búðinni með tvær bækur undir hendinni. Það er eins og Kúrbíturinn þurfi alltaf að kaupa eitthvað annað en hann ætlar sér þegar hann fer í bókabúð. Að þessu sinni keypti Kúrbíturinn sér annars vegar bók sem heitir Havana Style og hins vegar Tinnabók að nafni Skurðgoðið með skarð í eyra.
Kúrbíturinn er ánægður með fjárfestinguna en ávaninn slæmur...
Gleðilega helgi...
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, slétthærðum og skollóttum jafnt sem krullhærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar helgar og vonar að allir hafi það sem allra best.
3 ummæli:
Suð húsflugunnar er í F-lykli mið-áttundar
Mel Blanc, sá hinn sami og léði Kalla Kanínu rödd sína, var með ofnæmi fyrir gulrótum
Lengsta skráða flug kjúklings er 13 sekúndur
Einvígi eru leyfileg í Paraguay, svo lengi sem báðir aðilar eru skráðir blóðgjafar
Þegar Charles Lindbergh flaug fyrstur manna yfir Atlantshafið tók hann með sér fjórar samlokur
Fyrsti gíraffi Vesturlanda var kynntur fyrir almenningi í Róm árið 46 f. Kr. af Júlíusi Sesar
Diphallic Terata er klínískt heiti yfir menn sem hafa tvo tittlinga
Goethe þoldi ekki hundsgá og gat ekki skrifað nema að hafa rotnandi epli í skrifborðsskúffu
H.C. Andersen ferðaðist milli staða með níu metra langt reipi um hálsinn til að bjarga sér úr mögulegum eldsvoða þar sem hann væri gestkomandi; hann var líka hræddur um að verða grafinn lifandi og áður en hann sofnaði stillti hann upp miða á náttborðinu hvar stóð að hann væri ekki dáinn, heldur sofandi.
Fullnæging svíns varir í 30 mínútur
Fyrsta sprengjan sem bandamenn vörpuðu á Berlín í síðari heimsstyrjöld drap eina fílinn í Berlínardýragarðinum
Um styttur af mönnum á hestbaki í almenningsgörðum: ef báðar framlappir hestsins eru á lofti dó maðurinn í bardaga; ef önnur er á lofti dó maðurinn vegna sára sem honum voru veitt í bardaga; ef allir fjórir fætur hestsins eru á jörðinni dó maðurinn af náttúrulegum orsökum
Rannsóknir sýna að kettir sem falla af 7. hæð byggingar eru 30% ólíklegri til að lifa af en þeir sem falla af 20. hæð; kenningin felur í sér að kettir þurfi minnst 8 hæðir til að átta sig á hvað er að gerast, slaka á og rétta sig af
Maginn í þér er knúinn til að framleiða nýtt slímhimnulag á tveimur vikum, annars étur hann sjálfan sig
Orðið “stríð” í Sanskrít merkir “þrá eftir fleiri kúm”
Statistar sem fengnir eru til að hreyfa munninn í bakgrunni bíómynda og sjónvarpsefnis sem framleitt er í Hollywood eru beðnir um að segja “walla-walla”, til að líkindin verði fullkomnuð
Maður kvefast ekki á Norðurpólnum á veturna, og maður smitast ekki af neins konar sýklum eða vírusum þar sem þeir þrífast ekki í kuldanum
Frasinn “þumalputtaregla” kemur úr gömlum, enskum lögum sem kveða á um að ekki megi berja eiginkonu með neinu sem er breiðara en þumall eiginmannsins
101 Dalmatíuhundur og Pétur Pan eru einu Disney-teiknimyndirnar hvar báðir foreldrar eru lifandi og deyja ekki eftir sem líður á myndina
Beltiseðlur eignast fjögur börn í einu og þau eru alltaf af sama kyni; að auki eru þær einu dýrin, fyrir utan menn, sem geta orðið holdsveik
Í hvert sinn sem þú sleikir frímerki innbyrðirðu 1/10 af kaloríu
Það er ómögulegt að hnerra með augun opin; meðan hnerri gengur yfir stöðvast öll líkamsstarfsemi og hjartað líka
Kakkalakkar geta lifað höfuðlausir svo vikum skiptir
Stjörnufræðingar álíta að eitt atóm sé á hverja 88 lítra af rými
Á hverju ári glata 20 milljónir Ameríkana öllum tanngarðinum sínum
Á hverju ári reyna 100.000 Ameríkanar undir tuttuguogfjögurra ára aldri að fremja sjálfsmorð og 5000 tekst það
Tveir af hverjum þremur fullorðnum Ameríkönum er með æðahnúta
Síðustu orð Goethe voru: “Vinsamlegast lokið glugganum”
Síðustu orð Beethoven voru: “Fagnið, vinir, brandarinn er búinn”
Síðustu orð Carl Panzrams, sem myrti tuttuogþrjár manneskjur, voru: “Ég vildi að mannkyn hefði einn háls og ég væri með hendurnar utan um hann”
Síðustu orð Keats voru: “Ég finn blómin vaxa yfir mig”.
Klukkan 19:15 í dag, 14. apríl, 2005, eru 6 milljarðar, 513 milljónir, 511 þúsund og 909 manneskjur á jörðinni
Mörg fiðrildi hafa 12 þúsund augu
Arriazia er klínískt heiti yfir algeran brjóstaskort
Yfir 99.9% allra dýra sem lifað hafa á jörðinni voru útdauð áður en maðurinn kom til sögunnar
Helmingur allra svína heimsins er búsettur í Kína
10.000 tæki eru á þessu augnabliki á braut um jörðu, þar af eru 3000 gervihnettir
Í rannsóknar-geimferð kom í ljós að froskar geta ælt; fyrst æla þeir maganum út um munninn á sér en þá ausa þeir úr honum með framlöppunum, svo kyngja þeir maganum
Belgíski rithöfundurinn Georges Simenon skrifaði, að meðaltali, eina skáldsögu á ellefu daga fresti, 230 þeirra voru útgefnar undir eigin-nafni, en 300 undir dulnefni
Brot af bókinni Through the looking glass, e. Lewis Carroll, birtist ekki opinberlega fyrr en 107 árum eftir útkomu bókarinnar; í umræddu broti kemur við sögu risavaxin vespa íklædd hárkollu, en ástæðan fyrir þessum töfum er sú að myndskreytir Carroll, John Tenniel, neitaði myndskreytingu brotsins, þar sem “Vespa með hárkollu er að öllu leyti utan viðfangsefna listarinnar”
Rannsóknir sýna að nokkurs konar æði rennur á termíta og þeir naga tvisvar sinnum hraðar ef spilað er fyrir þá þungarokk
Vaslav Nijinsky (1890-1950), hinn þekkti rússneski ballettdansari, gat krosslagt fæturnar tíu sinnum í einu stökki, sem heitir í ballet entrechat dix, en þetta hefur enginn leikið eftir honum. Af hverju prófarðu ekki?
Karlmenn eru tvöfalt líklegri en konur til að þjást af holdsveiki
Plica Polonica er ástand sem felur í sér eftirfarandi: húðin og neglurnar verða svampkenndar og svartar og hársekkirnir gefa frá sér límkenndan vökva; af einhverjum ástæðum er þetta ástand nær einungis þekkt meðal Pólverja
Árið 1966 flutti Roy Bates, fyrrverandi majór í breska sjóhernum, ásamt konu sinni og barni, í bryggjustólpa úr sementi, sem sökkt var í hafið 10 kílómetrum fyrir utan Bretlandseyjar í seinni heimsstyrjöldinni; stólpinn er holur að innan, 2 x 5 m. að flatarmáli og á fimmtán metra dýpi. Í framhaldi lýsti Bates því yfir að stólpinn héti Sjóland, væri sjálfstætt ríki, krýndi sig konung og eiginkonuna drottningu, prentaði frímerki, hannaði vegabréf og bjó til Sjólands-dollara. Í dag er Sjóland smæsta ríki heimsins, það stendur utan lögsögu nokkurs annars ríkis og Roy er ennþá konungur
Ég verð nú að segja að commentið á undan sé nú í styttri kantinum. En er ég einnig með fróleiksmola " íslensi hesturinn er með fjórar fætur".
Skrýtið og skemmtilega langt þetta komment hér fyrir ofan.
Kúrbíturinn
Skrifa ummæli