Kúkur kennir skít...
Það er oft þannig að fólk fær þekkingu sína frá fólki sem fékk sína þekkingu frá öðru fólki sem fékk þessa þekkingu frá einhverju allt öðru fólki. Stundum gott og blessað. Það má samt aldrei taka þekkinguna hráa, að óhugsuðu máli og trúa sem einhverjum sannleika lífsins. Það verða allir að velta nýrri þekkingu fyrir sér, er fótur fyrir henni, kannski röng eða hægt að bæta við hana. Að öðrum kosti er endalaust verið að steypa fólk í fyrirfram ákveðið form, setja á ákveðinn stall, með ákveðna þekkingu og ákveðna skoðun til allra manna og málefna.
Stundum er ekki best að kúkur kenni skít...
Meistaraverk...
Uppáhalds Tinnabók Kúrbítsins þessa dagana er Blái lótusinn og er þar um sannkallað meistaraverk að ræða...
Veltingur...
Af hverju eru afskaplega ljót hús byggð á afskaplega fallegum stöðum?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli