þriðjudagur, 19. apríl 2005

Skyndilausnir og skapahár...
Það er oft þannig að fólk framkvæmir drastískar breytingar á heimilinu sínu, fatastíl, lífsmynstri eða skoðunum. Fyrirvaralaust og allt í einu. Kúrbíturinn er á móti slíkum breytingum. Fólk á að láta stjórnast af viðhorfi sínu til lífsins og því hvernig við viljum lifa lífinu. Umhverfi fólks á að endurspegla persónuleika þess og karakter. Þetta er spurning um að skapa sér stíl sem endurspeglar karakterinn í stað þess að elta það sem er nýmóðins á hverjum tíma eins og viljalaus verkfæri í leit að skyndilausnum á eigin óöryggi og skapahárum.

Þetta er spurning um "evolution" en ekki "revolution" .....

1 ummæli:

Dorigull sagði...

Mér leist svo vel á fyrirsögnina að ég varð að bæta við.

Skyndilausnir og skapahár
skoðum það aðeins betur.
Lýgilegur smekkur, nokkuð hrár
Líttu á hvað þú étur.

segir framhaldið ekki bara nokkuð um það sem þú varst að segja.