þriðjudagur, 24. maí 2005

Kíkti í matvörumarkaðinn...
Það var orðið tómlegt um að litast ískáp Kúrbítsins, langt um liðið og hans tími kominn. Kúrbíturinn beit á jaxlinn og kíkti í matvörumarkaðinn.

Kúrbíturinn fjárfesti í eftirfarandi nauðsynjahlutum:

# 5 pakkar af Lavazza kaffi
# 4 kíló af haframjöli
# 8 stykki bananar
# 3 krukkur af pestó
# 2 lítrar af mjólk

Kúrbíturinn er sáttur við frammistöðu sína í matvörumarkaðnum...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað ætlarðu að gjöra við 5 pakka af kaffi? Já eða heil 4 kíló af haframjöli.

Nafnlaus sagði...

Stórkostlegt kaffi og staðgóður hafragrautur er undirstaða lífsins.

Nafnlaus sagði...

en hvar er túnfiskurinn og pastað?

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn átti það til á lager...