fimmtudagur, 23. júní 2005

Allt er gott í hófi...
Nú er svo komið að Kúrbíturinn hefur miklar áhyggjur af líkamlegu og andlegu ástandi sínu. Kúrbíturinn hefur mætt í svokallaða vinnu alla þessa viku, hvorki meira né minna en 6 klst. á degi hverjum.

Kúrbíturinn er að verða að íslenskum vinnualka, þræll í eigin lífi og í endalausum eltingaleik við skottið á efnishyggjunni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...sögur segja að þú takir þig bara nokkuð vel út í "afgreiðsludömuhlutverkinu" :)
...Hef samt ekki mikla trú á að þú náir því nokkurntíman að verða vinnualki eða farir að eltast við efnish....því miður :)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þetta, það er alltaf gaman að fá að heyra að maður er á réttri leið í lífinu.