þriðjudagur, 21. júní 2005

Kúrbíturinn flýr land...
Kúrbíturinn saknar brósa síns, hlakkar til að hitta hann á nýjan leik og sér nú loks fyrir endann á biðinni. Kúrbítnum fannst gaman að búa með honum í Mílanóborg, margt var rætt og flest skemmtilegt. Það er einhvern veginn þannig að andinn fer á flug í návist sumra manna, draumarhallir reistar og málin krufin yfir nokkrum flöskum af rauðvínsgutli.

Það er svo sannarlega oft sem Kúrbítinn hefur langað að leggja land undir fót, flytja inn á brósa sinn og njóta Mílanólífsins á nýjan leik. Þessi hugsun hefur ágerst í huga Kúrbítsins á síðustu vikum og hefur hann nú látið undan sjálfum sér. Kúrbíturinn hefur ákveðið að dveljast í Mílanóborg í nokkrar vikur í haust, brottför í byrjun október.

Stefnan hefur verið sett á ítölskunám, rauðvínsdrykkju og njóta lífsins í botn á einhvern yndislega kæruleysislegan hátt. Sterka hliðin hans. Reynt verður á ýmsar hugmyndir, aðrar hugsaðar lengra og sumar drukknar algjörlega í svaðið. Ljúft er lífið og rauðvínið.

Svo gæti farið að við heimkomuna í nóvember myndi Kúrbíturinn verða alvarlegur og hugsa aðeins lengra fram í tímann. Möguleiki. Til þess að vinna sér inn nokkrar krónur fyrir ferðinni hefur Kúrbíturinn hafið störf, tímabundið og alls ekki fullt. Hægt er að sjá Kúrbítinn leggja sitt af mörkum til samfélagsins í Pumabúðinni við Laugaveg. Undur og stórmerki.

4 ummæli:

Dorigull sagði...

En þá þyrftum við að fjárfesta í svefnsófa.

Gullinu hlakkar mikið til að koma heima og afhenda kúrbítnum mirto flöskuna og fá svo að stúta henni með honum í rólegheitunum.

BJ sagði...

Talandi um Milanó, þá hef jeg verið declared ELIGIBLE to the SDA Bocconi Master in Corporate Finance (MCF) for the academic year 2005-2006. . . Og fengið heimsent gögn...

Hummm. Rauðvín & ostar eða hákarlar og hrútspungar ?? Spurning.

Nafnlaus sagði...

Fyrir forvitnissakir, hvað hefur Kúrbíturinn farið oft til Milanó í ítölsku nám, eða er þetta bara rauðvínsnámskeið

kveðja
Sprelli

Nafnlaus sagði...

Aldrei farið í raunveruleikanum, bara betra en að segjast vera að fara að liggja í leti og njóta lífsins.

Raauðvín og ostar hljóma betur en hákarlar og hrútspungar, það er á hreinu.