Langtímaskuldbindingarfælni...
Oft hefur verið sagt að fólk eigi að lifa fyrir daginn í dag en ekki vera að plana of mikið til framtíðar eða hugsa um það sem þegar hefur átt sér stað. Gott og blessað. Kúrbíturinn hefur kannski tekið þetta of bókstaflega og hugsar ekki lengra en 47 mínútur fram í tímann. Vandamál, kannski. Sjúkdómur, alveg örugglega.
Langt er síðan að Kúrbíturinn tók síðast ákvörðun sem hafði áhrif sem vöruðu lengur en nokkrar mínútur. Kúrbíturinn er laus og liðugur, á ekki bifreið, er ekki í langtímavinnu, engin íbúð og fjárfestir aldrei í meira en þremur rauðvínsflöskum í einu.
Kúrbíturinn mun halda áfram uppteknum hætti um ókomna framtíð. Úpps. Getur Kúrbíturinn staðið undir þessari ákvörðun? Áhrif í framtíð.
Varla.
1 ummæli:
Taktu þér nýjan bíl á rekstrarleigu.... Lætur Séra Friðrik bara borga.
Skrifa ummæli