föstudagur, 14. október 2005

Sorglegt en satt...
Ítalía hefur staðið í stað að mörgu leyti, þróunin hægari og gömul gildi staðist tímans tönn. Einyrkinn á horninu lifir sumstaðar góðu lífi og ekki alltaf verið að ríghalda sér í hagkvæmni stærðarinnar.

Í götu Kúrbítsins í Mílanó var starfandi gamall maður við góðan orðstýr. Gerði upp húsgögn, reykti sitt tóbak og kjaftaði við þá sem áttu leið hjá. Nú hefur hann pakkað saman og lokað verkstæðinu. Þó hann hafi hætt starfseminni þá er hann ekki dauður úr öllum æðum. Maður lifandi. Stendur oft fyrir utan gamla verkstæðið sitt, reykir sitt tóbak og kjaftar við þá sem eiga leið hjá.

Sumt breytist ALDREI...

Í húsnæðinu er verið að opna útibú fasteignafyrirtækis.

Sumt breytist...

Ferðasaga gærdagsins í lykilorðum...
Caffé, Briosce, Gazzetta dello Sport, Metropolitana, Via Montenapolione, Via della Spiga, Garðurinn, Bjór, Þvottavél, Le Stelle Marine, Marinara, Risotto al Sapore di Mare, Petto di Pollo con Gorgonzole e Noci, Rauðvín, Pizza al Crudo, Rauðvín, Mirto di Sardegna, Gin&Tónik, Fresco Bar...

Engin ummæli: