fimmtudagur, 13. október 2005

Þung eru skrefin...
Kúrbíturinn dvelur í gömlu íbúðinni sinni í Mílanó og líkar vel. Íbúðin er á sjöttu hæð og þrepin hvorki fleiri nér færri en 105.



Sumt er skrýtið...
Mílanóborg hefur tekið Kúrbítnum sínum opnum örmum, skartað sínu fegursta og sýnt allar sínar bestu hliðar. Veðurguðirnir hliðhollir og Kúrbíturinn notið sín á stuttermabolnum í garðinum. Á sama tíma eru Ítalarnir kappklæddir allt í kringum hann. Vælandi og skælandi yfir lækkandi hitastigi.

Að þurfa að vera í úlpu í 24 stiga hita er óskiljanlegt...

Ferðasaga gærdagsins í lykilorðum...
Caffé, Briosce, Gazzetta dello Sport, Metropolitana, Brera, Bjór, Pizzeria Premiata, Pizza al Crudo, Rauðvín, Limoncello, Gin&Tónik, Rocket...

Engin ummæli: