miðvikudagur, 7. desember 2005

Tímabærir endurfundir...
Það gerist ekki oft en það gerðist núna. Kúrbíturinn drakk ekki rauðvín í fimm langa sólarhringa. Það gerir 120 klukkustundir, 7200 mínútur eða hvorki meira en minna en 432.000 sekúndur.

Það urðu því miklir fagnaðarfundir þegar þessir gömlu félagar hittust á nýjan leik. Kúrbíturinn og rauðvínsflaskan. Þeir höfðu engu gleymt og rifjuðu upp gamla tíma. Gangkvæm virðing einkenndi endurfundinn ásamt gleði, von og kærleika.

Óvissa einkennir framtíðina en sumt er á hreinu. Klettur í ólgusjó. Þessir gömlu félagar munu hittast daglega um alla framtíð.

Fjarvistir munu krefjast vottorðs, náttúruhamfara eða verkfalls ÁTVR...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gullinu finnst 432000 sekúndur hljóma illa. En annars vill gullið þakka Kúrbítnum fyrir að kynna honum fyrir Mirto.

Nafnlaus sagði...

Það var Kúrbítnum sönn ánægja að kynna Gullinu þennan stórkostlega drykk.

Kúrbíturinn fékk senda flösku af Mirto Bianco, stútaði hennar á örskotstundu og á erfitt með að gera upp á milli þeirra.

Nafnlaus sagði...

Sæll langi maður.
Ég fagna því að þú sért búinn að finna rauðvínið aftur. Þú ert eins og ég mun skemmtilegri undir áhrifum þess. Annars er stefnan að halda fund hjá mér mjög fljótlega...ég þú & víkingurinn, rautt og ostar.

Nafnlaus sagði...

Allir góðir menn eru svo sannarlega skemmtilegri undir áhrifum guðaveiganna.

Kúrbíturinn vill fund sem allra fyrst. Rauðvín á að verða slátrað af góðum mönnum.

Blóðbað...